Fréttir frá 2018

05 21. 2018

Tillaga vegna stjórnarlauna Haga hf.

rafidnadarsambandid2Send hefur verið tillaga um breytingu á framlagðri tillögu stjórnar Haga hf. en þar leggur stjórnin til 10% launahækkun til sín og er formaður stjórnar að hækka úr 600.000 kr í 660.000 kr. á mánuði svo dæmi sé tekið. Það er augljóst að þessi stjórnarlaun eru komin svo langt úr hófi að ekki verður séð að ástæða sé til þess að hækka þau svo ríflega og er það tillaga frá Rafiðnaðarsambandi Íslands að launin haldist óbreytt og verði ekki hækkuð í bráð. Réttast væri að sjálfsögðu að launin yrðu lækkuð hressilega en látum á það reyna hvort þessi tillaga verði ekki bara samþykkt á fundinum.

Tillagan var send á Haga hf. og væntum við þess að henni verði fylgt eftir af þeim fulltrúum sem á hluthafafundinum verða og þá sérstaklega úr baklandi lífeyrissjóðanna.

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?