Fréttir frá 2018

05 16. 2018

Tjaldsvæðið á Skógarnesi

 

rafidnadarsambandid rautt

Tjaldsvæðið á Skógarnesi verður opnað föstudaginn 18. maí en þó aðeins lítill hluti þess. Tjaldsvæðið kemur illa undan vetri og því þarf að hlífa grasflötunum eins og mögulegt er. Það er rigningarspá í kortunum fyrir helgina, því viljum við biðja þá félagsmenn sem hafa hugsað sér að skreppa í Skógarnesið að ganga vel um svæðið og fara varlega um á bílum. Svo vonum við bara að hitastig fari að hækka til að gróðurinn taki við sér og hlökkum til að sjá sem flesta á Skógarnesi í sumar

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?