Fréttir frá 2018

04 26. 2018

1.MAÍ 2018

rafidnadarsambandid rautt 1mai 2018

Dagskrá hátíðahalda 1. maí

Rafiðnaðarsamband Íslands hvetur alla félagsmenn til að sýna samstöðu og mæta á hátíðahöld í tilefni dagsins sem haldin eru víðsvegar um landið.(smella hér)

Rafiðnaðarsambandið býður félagsmönnum og gestum þeirra upp á kaffiveitingar á Stórhöfða 27, 1 hæð gengið inn Grafarvogsmegin, að loknum hátíðahöldum.

Rafiðnaðarfélag Norðurlands býður félagsmönnum á Akureyri og nærsveitum upp á kaffi í Hofi að loknum hátíðahöldum. 

Dagskrá 1. maí hátíðahaldanna í Reykjavík 2018 verður sem hér segir:

  • Safnast saman á horni Laugavegar og Snorrabrautar klukkan 13:00
  • Kröfugangan hefst klukkan 13:30
  • Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika í göngunni
  • Útifundur á Ingólfstorgi settur klukkan 14:10
  • Dagskrá útifundar: 
  • Síðan skein sól
  • Ræða: Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR
  • Ræða: Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM
  • Heimilistónar
  • Samsöngur – Maístjarnan og Internasjónalinn

Fundarstjóri: Þórarinn Eyfjörð

Öll dagskráin verður táknmálstúlkuð og Kolbrún Völkudóttir mun syngja á táknmáli í tónlistaratriðum

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?