Fréttir frá 2017

11 8. 2017

Rafiðnaðarskólinn óskar eftir að ráða í fullt starf sviðsstjóra veikstraums.

raf

Starfslýsing:

Í starfinu felst meðal annars að leiða og halda utan um eftirmenntunarnámskeið á sviði veikstraums og stýra innleiðingu nýrra námskeiða auk þróunar núverandi námskeiða. Viðkomandi starfsmaður starfar jafnframt með öðrum starfsmönnum Rafiðnaðarskólans að framgangi eftirmenntunar fyrir félagsmenn RSÍ og SART.
Sviðsstjóri veikstraums er talsmaður þess sviðs í nánu samstarfi við skólastjóra. Gert er ráð fyrir að viðkomandi starfsmaður sinni einhverri kennslu.

Starfskröfur:

• Víðtæk þekking og reynsla á sviði veikstraums

• Frumkvæði, drifkraftur og metnaður

• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti

Nánari upplýsingar veitir Stefán Sveinsson, skólastjóri, stefan@raf.is.

Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember 2017.

Öllum umsóknum verður svarað og 100% trúnaðar gætt.

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?