Fréttir frá 2014

03 24. 2014

Framlenging á atkvæðagreiðslu, kjarasamningar við Símann/Mílu

Logo RSÍSökum ófærðar á landinu að undanförnu hafa kjörgögn ekki skilað sér alls staðar í pósti og því verður atkvæðagreiðsla framlengd um einn sólarhring vegna þeirra kjarasamninga sem gerðir voru við Símann og Mílu, bæði vegna félagsmanna FÍS sem og sveinasamningurinn. Hvetjum við okkar félagsmenn sem búa á landsbyggðinni að greiða atkvæði um leið og kjörgögn berast í dag eða á morgun. Er það von starfsmanna að þetta valdi ekki félagsmönnum óþægindum.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?