Umræðan í þjóðfélaginu um vaxtakjör og tegund lána er í hámæli þessar vikurnar. Hvort við ættum að vera með verðtryggð lán, óverðtryggð lán eða eins og við höfðum fyrir hrun Myntkörfulán. Það hefur sýnt sig að myntkörfulán henta Íslendingum mjög illa vegna þeirra gríðarlegu sveiflna sem verða á gengi íslensku krónunnar. Hins vegar þá hefur umræðan um verðtryggð og óverðtryggð lán verið mikil að undanförnu og þá er almennt talað um að við þyrftum að losna við verðtrygginguna. Verkalýðshreyfingin hefur yfirleitt talað fyrir því að verðtryggingin sé nauðsynleg þó eru að sjálfsögðu ekki allir sammála um það.

Capacent hefur kannað laun og vinnutíma rafiðnaðarmanna í september undanfarin ár. Könnunin var framkvæmd í byrjun október mánaðar líkt og undanfarin ár en með þessu móti höfum við byggt upp góðan grunn til þess að fylgjast með þeim áherslu atriðum sem skipta félagsmenn okkar mestu máli. Þetta gerum er gert bæði fyrir Rafiðnaðarsambandið en félagsmenn nýta sér þessar upplýsingar í töluvert miklum mæli til þess að átta sig á því hver þróunin er á markaðnum í kringum þá.

Atkvæðagreiðslu um kjarasamning RSÍ við Skýrr, vegna starfsmanna í fjarskiptastöðinni í Grindavík, sem skrifað var undir þann 4. nóvember síðastliðinn lauk í vikunni. 100% kjörsókn var og samningurinn samþykktur með 100% greiddra atkvæða.

Þann 1. nóvember 2011 kl.09:00 opnar fyrir bókanir á orlofsvefnum fyrir tímabilið 2. janúar til 25. maí.
Páskavikan 4.-11. apríl 2011 er undanskilin.

Í frétt frá Hagstofu Íslands um atvinnumarkaðinn kemur fram að atvinnulusir séu um 10.700 manns eða 5,9%, þar af er atvinnuleysi á meðal karla 5,6% en 6,2% á meðal kvenna. Þetta þýðir að atvinnulausum fækkar um 1.000 manns og fer úr 6,4% niður í 5,9%. En þó svo atvinnulausum hafi fækkað um 1.000 þá hefur áætlaður mannfjöldi aukist um 1.600 manns en það gerir það að verkum að atvinnuþátttaka hefur minnkað um 0,4% og er 81,0% á þriðja ársfjórðungi 2011.

World Skills London

World Skills keppninni lauk laugardaginn 8 okt.  Þar voru keppendur frá 51 landi/landshlutum.  Eins og áður hefur komið fram þá sendi FÍR keppanda á mótið en einnig voru þar keppendur í pípulögnum og hársnyrtiiðn, og gekk þeim öllum ágætlega.

Atkvæðagreiðslu um kjarasamning ISAL við hlutaðeigandi verkalýðsfélög lauk í gær en talið var í dag og lauk talningu kl. 9 í dag. 

Drög að nýju fjárlagafrumvarpi hafa verið til umræðu undanfarna daga. Þar hefur borið einna hæst umræða um að lækka eigi hámark frádráttarbærra iðgjalda séreignarlífeyrissparnaðar úr 4% í 2%.

Í dag, miðvikudaginn 5. október, var skrifað undir viðauka við ISAL kjarasamninginn sem var undirritaður 23. ágúst síðastliðinn en var felldur í atkvæðagreiðslu. Innihald viðaukans og kjarasamningsins verður kynnt fyrir starfsmönnum ISAL á næstu dögum og mun hann fara í atkvæðagreiðslu að kynningum loknum.

Atkvæðagreiðslu um kjarasamning Norðuráls við viðkomandi stéttarfélög lauk á hádegi í dag. Talningu lauk skömmu eftir hádegi og féllu atkvæði þannig.

AÐILDARFÉLÖG

  • Grafía

RAFIÐNAÐARSAMBAND ÍSLANDS, STÓRHÖFÐA 31, 110 REYKJAVÍK
OPIÐ MÁNUDAGA - FIMMTUDAGA FRÁ 8:00 - 16:00, FÖSTUDAGA FRÁ 8:00 - 15:00
SÍMI: 5400100 - RSI@RAFIS.IS

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?