Fréttir frá 2011

12 21. 2011

Jólakjötið hefur hækkað

Jólakjötið hefur hækkað um allt að 41% síðan í fyrra

Verð á jólamat hefur hækkað um tugi prósenta á milli ára. Þegar bornar eru saman verðkannanirnar sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í desember 2010 og desember 2011, koma í ljós miklar hækkanir í öllum vöruflokkum. Verð á reyktu kjöti hefur t.d. hækkað um allt að 41% í sumum verslunum.


Sem dæmi um miklar hækkanir á reyktu kjöti má nefna að verð á birkireyktu úrbeinuðu hangilæri frá SS hefur hækkaði um  41% hjá Hagkaupum, 39% hjá Krónunni,  27% hjá Bónus, 16% hjá Nóatúni og 6% hjá Fjarðarkaupum. SS hangilærið er á sama verði og í fyrra hjá Samkaupum-Úrvali en hefur lækkað í verði um 7% hjá Nettó.

 

Aðrar hækkanir sem benda má á eru t.d. kartöflur í lausu sem hafa hækkað um 39% hjá Nettó, 34% hjá Nóatúni, 33% hjá Bónus, 23% hjá Krónunni, 22% hjá Fjarðarkaupum en lækkað í verði um 4% hjá Hagkaupum. Konfektkassi frá Nóa (600 gr.) hefur hækkað í verði um 25% hjá Nóatúni, Samkaupum-Úrvali og Fjarðarkaupum, 14% hjá Nettó, 7% hjá Bónus og nánast staðið í stað hjá Hagkaupum. Vinsæl jólavara eins og Egils appelsín (2 l.) hefur hækkað um 2-13% frá því í fyrra, minnst hækkaði appelsínið hjá Nettó eða úr 265 kr. í 269 kr. eða um 2% en mest hækkaði það hjá Samkaupum-Úrvali úr 287 kr. í 324 kr. eða 13%.

 

Nánari samanburð milli verslana og tímabili má sjá hér.

 

Þær verðbreytingar sem hér eru birtar miðað við breytingar á verði verslana milli verðkannana verðlagseftirlits ASÍ frá 12. desember 2011 og 20. desember 2010. Rétt er að árétta að mæld eru þau verð sem eru í gildi á hverjum tíma í verslunni og geta tilboðsverð haft áhrif á verðbreytingar einstakra vara.

 

Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum: Bónus, Krónunni, Nettó, Fjarðarkaupum, Samkaupum Úrval, Hagkaupum og Nóatúni.

 

Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.

 

Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.


Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?