Fréttir frá 2008

12 5. 2008

Ályktun stjórnar FTR

Stjórn Félags tæknifólks í rafiðnaði mótmælir harðlega uppsögn félagsmanna sinna sem starfa hafa hjá RÚV. Harmar stjórn FTR þær aðgerðir sem stjórn RÚV hefur gripið til og fordæmir aðferða fræði yfirstjórnar RÚV. Bendir stjórnin jafnframt á að það sé harla einkennileg lausn að byrja á að segja upp trúnaðarmönnum sem hafi starfað sem slíkir um árabil og veltir fyrir sér hvort eitthvað annað búi að baki en hagræðing.FTR leggur áherslu á að á þeim tíma sem atvinnuleysi eykst gríðarlega er mikil þörf á að halda sem flestum störfum ekki síður hjá opinberum stofnunum sem og fyrirtækjum á almennum markaði og lágmarka með því þann skaða sem þjóðin öll verður fyrir. Mikilvægt er að horfa á heildaráhrif aðgerða og draga úr kostnaði án uppsagna. Það að segja starfsmönnum upp til að koma þeim á atvinnuleysisbætur er ekki lausn þar sem verið er að færa kostnað vegna launa úr einum vasa í annan og sparnaður fyrir þjóðfélagið verður enginn.Vegna uppsagnar Jans Erik Murtomaa vill stjórnin taka skýrt fram að Jan Erik er og hefur verið trúnaðamaður tæknimanna hjá Nordfag sem er samnorrænn vettvangur launþega á Norðurlöndum.Þá bendir stjórn FTR á að Rafiðnaðarsamband Íslands hefur fengið mat lögmanns síns á stöðu Jan Erik Murtomaa starfsmanns RÚV. Lögmaðurinn hefur staðfest að Jan hefur stöðu trúnaðarmanns. Hann hefur verið tæknimaður hjá RÚV í 11 ár. Þar sem hann gegnir trúnaðarstörfum nýtur hann réttar sem trúnaðarmaður á grundvelli ákvæða í samkomulagi fjármálaráðherra og félaga BSRB en þar segir að þeir teljist trúnaðarmenn í skilningi laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna sem eru:1. Kjörnir trúnaðarmenn skv. 28. gr. laganna,2. Kjörnir trúnaðarmenn skv. 2. gr. samkomulagins sem fjallar um sameiginlegan trúnaðarmann fyrir fleiri en einn vinnustað eða vakt,3. Kjörnir stjórnarmenn stéttarfélaga og heildarsamtaka þeirra4. Kjörnir samninganefndarmenn stéttarfélaga.Jan Erik fellur undir 3. lið skv. ofangreindu. Þetta samkomulag gilti hjá RÚV áður en fyrirtækið var hlutafélagavætt. Skv. aðilaskiptalögunum, þ.e. lögum um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum nr. 72/2002 og ákvæðum laga um Ríkisútvarpið ohf. gilda þessi ákvæði áfram fyrir starfsmenn RÚV.Með vísan til ofangreinds er uppsögn Jan Erik Murtomaa mótmælt sem ólögmætri og skorað á Ríkisútvarpið ohf. að draga hana til baka nú þegar svo ekki þurfi að koma til frekari aðgerða.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?