Fréttir frá 2006

12 15. 2006

Framkvæmdir ganga vel hjá Fjarðaál

Starfsmenn RSÍ voru á venjubundinni ferð nýverið vegna hinna miklu nýframkvæmda fyrir austan þar og var komið ma við hjá Fjarðaál. Framkvæmdir þar ganga mjög vel og er búið að reisa flestar byggingar, en nú er unnið við að ganga frá þeim að innan og setja upp tæknibúnað.Starfsmenn RSÍ voru á venjubundinni ferð nýverið vegna hinna miklu nýframkvæmda fyrir austan þar og var komið ma við hjá Fjarðaál. Framkvæmdir þar ganga mjög vel og er búið að reisa flestar byggingar, en nú er unnið við að ganga frá þeim að innan og setja upp tæknibúnað. Í kerskálum eru að störfum fjöldi rafiðnaðarmanna við að setja upp stýribúnað fyrir hin 336 ker sem vera í tveim skálum. Hjá Bechtel vinna um 220 rafiðnaðarmenn, langflestir pólskir.    Straumflæði um kerin verður töluvert meira en í eldri verksmiðjum og sem leiðir vitanlega til þess að  framleiðsla hvers kers verður þar af leiðandi töluvert meiri  eða allt að þrefalt. Kerin í hvorum skála fyrir sig eru raðtengd í seríu og fer straumurinn um rafskaut sem eru hengt á brú þannig að þau standa ofan í álinu síðan í gegnum bráðið álið og þaðan í bakskaut sem eru ú botni kersins. Spennan í kerseríunni er um 4 ? 5 volt, en straumurinn er um og yfir 350.000 amper og leiðararnir milli kerjanna því allmörg kvaðröt.       Á myndinni sjást kerskálarnir tveir, milli þeirra er hreinsibúnaðurinn. Næst okkur niður við sjóinn kemur skrifstofuhúsið og aðkoma starfsmanna. Húsin neðan skálanna er skautsmiðjan og síðan súrálsgeymirinn. Hann er tengdur hafnarkrönunum með færiböndum. Stóra húsið handan súrálsgeymisins er steypuskálinn. Framleiðslu hvers kers er dælt upp á hverjum sólarhring og fer hún svo í Steypuskálann, þar eru steyptir barrar sem síðan eru sendur til útflutnings. Fjærst sést í fjarðarbotninn og Reyðarfjarðarkaupstað. Ofan hans kemur svo línan yfir holtin. Við línuna hafa verið að störfum um 100 rafveituvirkjar og línumenn ásamt svipuðum hóp málmiðnaðarmanna sem settu saman möstrin. Þessir menn skiptast nær að jöfnu frá Króatíu og Slóvakíu. Þetta er sami hópur og reisti línuna frá Sultartanga til Norðuráls í fyrra. Þannig að þeir eru orðnir hagvanir hér á landi.           Skautsmiðjan hóf starfsemi í sumar með framleiðslu á bakskautum, sem sett eru niður í botn kerjana um leið og þau eru fóðruð. Myndin er tekin í skautsmiðju Fjarðaráls. Feykilegt magn þarf að skautum. Síðan þarf að skipta um eitt á dag í hverju keri því þau brenna upp í framleiðslunni við bræðsluna í kerjunum.   Stýriskápar koma monteraðir frá Kanada og sér Bechtel um að setja þá upp og tengja við raf- og samskiptakerfið á verksmiðjusvæðinu. Öll framleiðslan byggist á háþróuðum rafbúnaði og öllum upplýsingum er safnað saman um ljósleiðaranet í tölvukerfi verksmiðjunnar. Þegar hafa lokið uppsetningu rafbúnaðar og tengingu hans, fara fram ítarlegar prófanir og að þeim loknum taka rafiðnaðarmenn Fjarðaáls við búnaðinum. Í áætlunum er gert ráð fyrir að um 40 rafiðnaðarmenn verði ráðnir til fyrirtækisins þegar það verður komið af stað í fulla framleiðslu. Nú þegar er búið að ráða um 20 rafiðnaðarmenn til Fjarðaáls. Þeir eru í þjálfun og fer nokkur hópru þeirra erlendis, einnig kemur hingað hópur frá Kanada til þess að starfa hér á meðan verið er að koma verksmiðjunni af stað. Uppkeyrsla skálanna hefst um mitt næsta ár.     Það kvöldar snemma þessa dagana, en oft miklar stillur á fjörðunum. Hér er mynd af verksmiðjusvæðinu frá svipuðu sjónarhorni og efri myndin og sjórinn er spegilsléttur. Þessar framkvæmdir hafa haft mikil áhrif á mannlíf fyrir austan. Þegar farið er um Egilsstaði, Reyðarfjörð og byggðarlögin í grennd sést vel hin gífurlega breyting sem hefur orðið á öllu. Allstaðar er verið að byggja íbúðarhús, verzlanir, íþróttamannvirki, leikskóla og fleira. Mesta mannfjöldaaukningin er ekki enn kominn, en upp úr miðju næsta ári þegar framleiðslan fer í gang má búast við mestu aukningunni þegar starfsmenn fara að flytja á svæðið með fjölskyldum sínum.  14.12.06 gg      

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?