Fréttir frá 2006

12 19. 2006

Verkalýðsfélögin í Reykjavík veita Stígamótum styrk

Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík hefur veitt Stígamótum styrk að upphæð kr. 450.000,-. Guðrún Jónsdóttir og Guðný Hafliðadóttir veittu styrknum viðtöku f.h. samtakanna þann 13. desember 2006. Styrknum verður varið til þess að efla sjálfshjálparhópa Stígamóta.Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík hefur veitt Stígamótum styrk að upphæð kr. 450.000,-. Guðrún Jónsdóttir og Guðný Hafliðadóttir veittu styrknum viðtöku f.h. samtakanna þann 13. desember 2006. Styrknum verður varið til þess að efla sjálfshjálparhópa Stígamóta.        Sjálfshjálparhóparnir eru lokaðir hópar 4-6 einstaklinga sem ásamt leiðbeinenda  skuldbinda sig til þess að hittast 15 sinnum, þrjá tíma í senn.  Í hópunum er farið skipulega í gegnum ýmsa þætti sem tengjast ofbeldinu.  Það er í sjálfshjálparhópunum sem fólk lýsir því að það nái verulegum árangri í að öðlast meiri lífsgæði, sjálfsöryggi og styrk. Á hverju ári eru starfræktir 6-15 hópar.  Frá upphafi hafa þannig verið reknir um 200 hópar sem hafa skilað samfélaginu sterkari, öruggari og lífsglaðari konum og einnig nokkrum körlum.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?