Fréttir frá 2006

12 22. 2006

Mismunum eykst - aftur

Mörg undanfarin ár hafa launamenn og bótaþegar mótmælt og gagnrýnt harkalega hið sjálfvirka kerfi, sem æðstu menn þjóðfélagsins hafa komið sér upp. Þegar var verið að úthluta launahækkun sem var jafnvel tvöfalt hærri en launavísitala hafði hækkað ofbauð fólki. Ekki síst átti reiði fólks rætur sínar að rekja til þess að ráðamennirnir höfðu nokkrum dögum áður staðið á götuhornum og í öllum fréttatímum og krafist þess að launmenn og bótaþegar væru ekki að vera með óábyrgar kröfur og stefna með því stöðugleikanum í hættu.Mörg undanfarin ár hafa launamenn og bótaþegar mótmælt og gagnrýnt harkalega hið sjálfvirka kerfi, sem æðstu menn þjóðfélagsins hafa komið sér upp. Þegar var verið að úthluta launahækkun sem var jafnvel tvöfalt hærri en launavísitala hafði hækkað ofbauð fólki. Ekki síst átti reiði fólks rætur sínar að rekja til þess að ráðamennirnir höfðu nokkrum dögum áður staðið á götuhornum og í öllum fréttatímum og krafist þess að launmenn og bótaþegar væru ekki að vera með óábyrgar kröfur og stefna með því stöðugleikanum í hættu.   Þetta leiddi til þess að kerfinu var breytt nokkuð, en ástæða að minna á athugasemdir frá samtökum launamanna um að ráðmennirnir slepptu að setja mat á sjálftöku alþingismanna og ráðherra úr ríkissjóð undir hið nýja Kjararáð. Hér er átt við Eftirlaunaósómann og lífeyrisréttindin. Samkvæmt útreikningum hagdeildar Samtaka atvinnulífsins má leggja  umframlífeyriskjör þingmanna að jöfnu við 23 - 35% mánaðarlega launauppbót.   Umframlífeyriskjör ráðherra sem gegnir embætti í þrjú kjörtímabil eru ígildi 85 -102 m.kr. starfslokagreiðslu og 66 - 79% mánaðarlegrar launauppbótar. Umframlífeyriskjör forsætisráðherra sem situr í tvö kjörtímabil eru ígildi 113 m.kr. starfslokagreiðslu eða 122% launauppbótar. Þegar samið er um laun á almennum markaði er ætið tekið mið að heildarlaunakostnaði fyrirtækjanna. Þegar þingmenn fjalla aftur á móti um sín launakjör fjalla þeir ætíð einungis um lágmarkslaunataxta, þ.e.a.s. þingfararkaup tæpa hálfa milljón kr. Í raun eru laun þingmanna um 1 millj. kr. á mán. að jafnaði og laun ráðherra liðlega 2 millj. kr .   Undanfarna mánuði höfum við heyrt þingmenn og ráðherra marglýsa því yfir að minnka verði vaxandi ójöfnuð í landinu. Reyndar hafa sumir forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins blásið á þessa umræðu og sagt að það sé engin ójöfnuður og engin fátækt þetta sé bara einhverjar meðalgildisreikningskúnstir. En fjármálaráðherra og forsætisráðherra hafa lofað því að bætur almenna tryggingarkerfisins fylgi launhækunum.   Í gær úthlutaði Kjararáð viðskiptavinum sínum 2.9% launhækkun nú um áramótin eins og allir fá, en bætti við afturvirkri hækkun frá 1. október upp á 3,6%. Ég veit að mikill meirihluti launamanna hefur búið við launaskrið og þær forsendur sem Kjararáð gefur sér eru örugglega nálægt lagi, það sé m.a á nýlegri launakönnun sem gerð var meðal rafiðnaðarmanna. En það eru þeir sem sitja á lágmarkslaununum og bótunum sem munu einungis fá 2,9% núna um áramótin. Við hljótum að spyrja á ójöfnuður að vaxa aftur eða  hvað ætla ráðmenn að gera núna, allt annað er hræsni eins réttilega segir í leiðara Morgunblaðsins í morgun. Guðmundur Gunnarsson   

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?