Fréttir frá 2006

12 22. 2006

Óskráðir erlendir starfsmenn

Forsenda fyrir samþykkt aðila vinnumarkarðsins gagnvart opnun vinnumarkaðarins var að treyst yrði allt regluverk og eftirlit á vinnumarkaði og tryggja að kjör og réttindi hinna erlendu starfsmanna séu að minnsta kosti sambærileg við íslenska kjarasamninga. Áður en þessi lög voru sett hafði verið töluverður ólestur á þessu og ekki kom til greina að framlengja kerfi sem ekki hafði reynst vel. Ný lög áttu að gera erlendum þjónustu- og verktakafyrirtækjum skylt að veita upplýsingar um starfsemi sína og virða kjarasamninga og lög hér á landi. Forsenda fyrir samþykkt aðila vinnumarkarðsins gagnvart opnun vinnumarkaðarins var að treyst yrði allt regluverk og eftirlit á vinnumarkaði og tryggja að kjör og réttindi hinna erlendu starfsmanna séu að minnsta kosti sambærileg við íslenska kjarasamninga. Áður en þessi lög voru sett hafði verið töluverður ólestur á þessu og ekki kom til greina að framlengja kerfi sem ekki hafði reynst vel. Ný lög áttu að gera erlendum þjónustu- og verktakafyrirtækjum skylt að veita upplýsingar um starfsemi sína og virða kjarasamninga og lög hér á landi. Stjórnvöldum var það mikið keppikefli að tryggja að allir sem starfa hér á landi beri jafna samfélagslega ábyrgð. Sett voru lög um að skrá yrði allar starfsmannaleigur og þeim var jafnframt, á grundvelli laganna, gert að senda Vinnumálastofnun yfirlit yfir starfsmenn sem starfa á vegum fyrirtækisins hér á landi þar sem fram kemur fjöldi þeirra, nöfn, heimilisföng í heimaríki, ríkisfang og starfsréttindi.   Það er engin launung á því að íslendingar hefðu aldrei getað komist einir í gegnum það mikla álag sem hefur verið á vinnumarkaðnum hér undanfarin misseri. Efnahagsþróun hefði ekki verið eins góð og verðbólga hærri. En það breytir ekki því að fyrirtæki hvort sem þau eru innlend eða erlend verða að fara að settum reglum. Ef við sættum okkur við að hér sé unnið á töxtum sem eru undir samþykktum lágmörkum, þá er í raun verið að samþykkja að lækka laun almennt hér á landi. Einmitt launin fyrir þau störf þar launin eru lægst fyrir og stéttarfélögin hafa verið með sérstakt átak um að hækka þau á undanförnum árum og orðið nokkuð ágegnt.   Það eru sífellt að koma upp dæmi um að ríkissjóður hefur orðið að greiða lækniskostnað vegna hinna erlendu launamanna upp á tugi milljóna króna. Því það hefur komið í ljós þegar það leitar til hjúkrunarstofnana við slys að engin tryggingargjöld hafi verið greidd, fólkið er fullkomlega í ósjálfbjarga í höndum manna sem eru að nýta sér aðstöðu þess. Tryggja verður rétt hinna erlendu gesta okkar með því að efla starfsemi útlendingastofu og fyrstu skráningar erlendra launamanna þegar þeir koma hingað. Með því er réttur allra tryggður, hinna erlendu gesta okkar sem eru okkur nauðsynlegir, samfara lágmarksréttindum íslenskra launamanna og síðast en ekki síst réttindi íslenskra skattborgara.   Það er engin lausn að banna erlendu launafólki að koma hingað, það myndi einfaldlega leiða til þess að neðanjarðakerfið myndi stækka og fleiri vandamál myndu skjótast upp á yfirborðið mönnum að óvörum. Við íslendingar viljum geta farið erlendis og verið þar að störfum um lengri eða skemmri tíma. Vaxandi fjöldi íslenskra fyrirtækja er að senda íslenska starfsmenn sína um víða veröld til þess að sinna verkefnum sem þau hafa aflað sér. Fjöldi íslenskra rafiðnaðarmanna er í þessum hóp.   Hvernig í veröldinni ætla menn að standa að því að banna erlendum launamönnum að koma hingað. Eina leiðin er að setja skýrar og gagnsæjar leikreglur, og sjá um að farið sér eftir þeim. Erlendir launamenn þurfa að hafa aðgang að einum stað þar sem þeir geta fengið allar upplýsingar um íslenskan vinnumarkað og kjör á honum. Skráningar og upplýsingar um viðurkenningar á starfsréttindum sínum. Stjórnvöld verða að gera ráð fyrir þessu í fjárlögum þegar fjallað er um starfsemi Útlendingastofu og Vinnumálastofnun. Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?