Fréttir frá 2005

12 28. 2005

Þvílík endaleysa.

Æðioft verða niðurstöður stjórnmálamanna er varða kjaramál harla einkennilegar. Fullkomlega óraunsæar, röklaus endaleysa.   Hvernig í lifandi ósköpunum á Kjaradómur að fara að því að endurskoða ákvörðun um launahækkun þjóðkjörinna manna, en láta aðrar ákvarðanir standa óbreyttar?   Hvernig á Kjaradómur að komast að þeirri niðurstöðu að þau rök sem hann notaði til þess að hækka laun þjóðkjörinna séu röng, og sömu rök séu rétt þegar kemur að embættismönnum. Kjaradómur byggði niðurstöðu sína á sömu grundvallarrökunum. Margir hafa sagt að þeir skilji rökin ekki, og segjast reyndar alls ekki sjá þau.   Það er ekki hægt með neinum skynsalegum rökum hægt að skilja niðurstöðu ríkisstjórnarinnar öðruvísi en svo að hún sé að reyna að komast hjá því að þurfa að taka á þessu máli og keyra það inn öngstræti. Þá fá þeir haldið hinum miklu launahækkunum og komast upp með það að koma sökinni á Kjaradóm. Þeir geti bara ekki annað en tekið við þeim að kröfu Kjaradóms aumingjans skinnin. Á einhver að trúa þessu uppleggi, þvílík endaleysaGuðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?