Fréttir frá 2005

12 30. 2005

Fjömennur fundur iðnaðarmanna hjá ÍSAL/Alcan mótmælir tilefnislausum uppsögnum.

Í hádeginu í dag var haldinn fundur iðnaðarmanna hjá ÍSAL. Tilefni fundarins var tilefnis- og fyrirvaralaus uppsögn vélvirkja í gær þegar hann mótmælti orðalagi á slysaskýrslu. Á fundinum kom fram mikil óánægja með vinnubrögð öryggisfulltrúa fyrirtækisins Halldórs Halldórssonar, en hann hefur gengið frá öllum slysaskýrslum með þeim hætti að koma sök á starfsmenn. Oftast með mjög ógeðfelldum og óréttmætum hætti eins og kom fram á fundinum og segja menn mælinn nú fullan og vilja að Vinnueftirlitið verði fengið til þess að gera úttekt á störfum Öryggisfulltrúans. Á fundinum voru tæplega 80 iðnaðarmenn eða líllega allir sem voru að störfum á svæðinu auk verkstjóra sem óvænt mættu á fundinn. Athygli vakti að verkstjórarnir samþyktu einnig ályktunina. Ályktunin fylgir hér hjálagt Vinnustaðafundur með starfsmönnum aðalverkstæðis  Ísal / Alcan haldinn 30. des. 2005 Fundur starfsmanna á aðalverkstæði Ísal / Alcan í Straumsvík haldinn 30. desember lýsir megnri andstyggð á þeirri starfsmannastefnu fyrirtækisins sem kemur fram í tilefnislausum  uppsögnum starfsmanna sem unnið hafa farsælt starf í fjölda ára fyrir fyrirtækið og ógeðfelldum aðferðum við brottrekstur.   Í gær var enn einum vinnufélaga okkar sagt upp störfum fyrirvaralaust og án þess að hann fengi nokkra skýringu á ástæðu uppsagnar þó eftir því væri leitað. Aðferðin sem Ísal / Alcan hefur beitt frá því að samningar voru gerðir við uppsagnir gagnvart þeim sem ekki eru þóknanlegir yfirmönnum er þessi:               Starfsmaður er boðaður fyrirvaralaust á fund yfirmanns og starfsmannastjóra og             tilkynnt um brottrekstur sem komi tafarlaust til framkvæmda.             Starfsmaður fær enga skýringu á uppsögn þó eftir því sé leitað.             Starfsmanni er bannað að fara á vinnustað sinn til að sækja persónulega muni og             kveðja vinnufélaga.             Starfsmanni er skipað að yfirgefa umráðasvæði fyrirtækisins þegar í stað og það         er framkvæmt undir eftirliti fulltrúa þess.   Þessi framkoma stjórnenda fyrirtækisins hefur valdið miklum ugg meðal starfsmanna um atvinnuöryggi og að þeir verði einnig meðhöndlaðir sem brotamenn ef skoðanir þeirra falla ekki í geð yfirmanna.   Fundurinn bendir á að með þessari uppsagnaraðferð er fyrirtækið að ganga þvert á skrifaða stefnu fyrirtækisins og þar að auki að brjóta gerðan kjarasamning. Með gerðum sínum hefur fyrirtækið brotið gegn eftirfarandi yfirlýsingu sem er hluti af kjarasamningi milli aðila.               ?Stefna Ísal er að við uppsögn starfsmanns skal fylgt þeirri starfsreglu að gefa             viðkomandi kost á viðtali um starfslok sín og ástæður uppsagnar.?    Með þessari yfirlýsingu tekur fyrirtækið á sig skyldu til að greina starfsmanni frá ástæðum uppsagnar sem jafnframt leiðir til þess að um málefnanlegar uppsagnarástæður þarf að vera.   Fundurinn skorar á fyrirtækið að hætta þegar í stað ógeðfelldum uppsagnaraðferðum og fylgja eigin starfsreglum í samskiptum við starfsmenn í samræmi við gefnar yfirlýsingar í tengslum við kjarasamninga.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?