Fréttir frá 2004

11 25. 2004

Veist þú hvaða vexti lánin þín bera?

Vaxtastríð það sem háð hefur verið á hinum íslenska lánamarkaði undanfarnar vikur hefur komið mikilli hreyfingu á lánamarkaðinn. Því miður virðist vera svo að einhverjir hafi farið offari við endurfjármögnun sínaVaxtastríð það sem háð hefur verið á hinum íslenska lánamarkaði undanfarnar vikur hefur komið mikilli hreyfingu á lánamarkaðinn. Vextir á lánum sem almenningi standa til boða hafa almennt lækkað að undanförnu sem, að öllu óbreyttu, er til hagsbóta fyrir neytendur. Enda hafa margir verið snöggir til og ýmist snarað sér í bankann sinn eða snúið sér til nýrra aðila með sín viðskipti, og endurfjármagnað gömlu lánin með nýjum lánum á freistandi kjörum.   Breytingar breytinganna vegna Lífeyrissjóðirnir hafa lánað sínum sjóðfélögum á breytilegum vöxtum í gegnum tíðina. Ekki hafa allir áttað sig á því að þeir vextir hafa lækkað nú hjá mörgum sjóðum, í takt við þá þróun sem átt hefur sér stað á lánamarkaðinum. Í kapphlaupinu um lánin á góðu kjörunum hættir fólki til að gæta ekki að því hvaða kjör gömlu lánin bera nú. Mörg dæmi eru þess að undanförnu að án þess að skoða kjörin ofan í kjölinn, greiðir fólk upp lán sem bera mjög hagstæða vexti, með lánum sem bera lítið lægri vexti. Fólk má ekki gleyma að taka með inn í reikningsdæmið þann kostnað sem til fellur við endurfjármögnun eða annað óhagræði sem getur hlotist af því að binda viðskipti sín alfarið við eina bankastofnun næstu áratugi eigi góðu kjörin að haldast.   Ábyrgð einstaklinganna Það eru sjálfsagt ekki margir sem geta ímyndað sér hvernig við færum af án bankanna í landinu, svo mikilvægu hlutverki gegna þeir. En, bankar eru engar hjálparstofnanir, heldur fyrirtæki sem eru í viðskiptum til að hagnast. Einstaklingarnir sjálfir eru hinsvegar einnig í þeim hugleiðingum að hámarka sína afkomu og fara þeirra hagsmunir ekki endilega saman við bankanna. Ábyrgðin sem hvílir á einstaklingunum er mikil og það er undir þeim sjálfum komið að greina þá kosti sem í boði eru og velja þann sem þeim kemur best með sína eigin hagsmuni að leiðarljósi. Við þá greiningu er ekki síst mikilvægt að gera sér grein fyrir þeim vaxtakjörum sem núverandi lán bera.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?