Fréttir frá 2004

11 25. 2004

Hverjir greiða í Lífeyrissjóðinn Lífiðn?

Lífiðn er einn mjög fárra lífeyrissjóða sem á vel fyrir skuldbindingum. Hjá flestum sjóðannan blasir við lækkun réttinda um næstu áramót, á meðan hið gagnstæða virðist verða uppá teningnum hjá Lífiðn.  Launamenn sem ekki eru bundnir lífeyrissjóðum samkv. kjarasamning geta valið í hvaða sjóð þeir greiða. Vaxandi fjöldi þessa fólks velur Lífiðn.Samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997 er öllum þeim sem stunda launaða atvinnu skylt til að tryggja sér lágmarkslífeyrisréttindi með því að greiða í lífeyrissjóð. Launamönnum er jafnframt rétt og skylt að vera í lífeyrissjóði þess starfshóps eða starfstéttar sem þeir tilheyra.   Öllum félagsmönnum er starfa á vinnusvæði neðangreindra félaga og eru launamenn, er rétt og skylt að greiða til Lífeyrissjóðsins Lífiðnar. Greiðsluskylda gildir fyrir meistara, sveina og nema.   1.                   Rafiðnaðarsamband Íslands ·         Félag tæknifólks í rafiðnaði ·         Félag nema í rafiðnum ·         Félag símsmiða ·         Rafiðnaðarfélag Norðurlands ·         Félag íslenskra rafvirkja ·         Félag rafiðnaðarmanna, Suðurlandi ·         Rafiðnaðarfélag Suðurnesja ·         Félag rafeindavirkja ·         Félag íslenskra símamanna ·         Félag sýningarmanna við kvikmyndahús 2.                   Matvæla- og veitingasamband Íslands ·         Félag íslenskra kjötiðnaðarmanna ·         Félag matreiðslumanna ·         Félag framreiðslumanna ·         Bakarasveinafélag Íslands ·         Félag nema í matvæla- og veitingagreinum   Launafólk sem ekki er bundið af ákveðnum kjarasamningum hefur frjálst val um í hvaða lífeyrissjóð það greiðir. Starfsfólk Lífeyrissjóðsins Lífiðnar hefur fundið fyrir vaxandi áhuga á sjóðnum og hefur þeim sem ekki eiga skylduaðild að sjóðnum farið fjölgandi. Er það væntanlega vegna þess hve vel sjóðurinn stendur en á árinu 2002 voru áunnin réttindi sjóðfélaga hækkuð um 22,4% og lífeyrisgreiðslur hækkaðar um 15,5%.  Lífiðn á fyrir skuldbindingum sínum (sem mælt er í svokallaðri tryggingafræðilegri stöðu) og rúmlega það, en um síðustu áramót þá átti sjóðurinn 6,4% eignir umfram skuldbindingar. Þessi góða staða er nánast einsdæmi hjá lífeyrissjóðum í dag, sem margir hverjir hafa neikvæða tryggingafræðilega stöðu. Það er von sjóðsins að áfram takist að halda sjóðnum á þessari braut með öruggri og varfærinni fjárfestingarstefnu svo tryggja megi sjóðfélögum áfram öruggan lífeyri.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?