Fréttir frá 2004

11 27. 2004

Skattalækkanir og breytingar á barnabótakerfinu

Á fundi miðstjórnar RSÍ í gær var m.a. fjallað um skattalækkunar áform ríkisstjórnarinnar. Ljóst er að mikill meirihluti rafiðnaðarmanna muni njóta töluverðar hækkunar ráðstöfunartekna. En hvað með kaupmáttin, velta menn fyrir sér. Á fundi miðstjórnar RSÍ í gær var m.a. fjallað um skattalækkunar áform ríkisstjórnarinnar. Ljóst er að ráðstöfunartekjur margra munu hækka umtalsvert, og vitanlega vaxandi eftir því sem tekjurnar eru hærri. Samkvæmt útreikningum okkar þá munu hjóna með 2 börn undir 7ára aldri og samtals 400 þús kr. í mánaðarlaun eiga von á að ráðstöfunartekjur þeirra hækki um liðlega 400 þús. kr. á ári eftir árið 2007. Þetta skiptist þannig að skattar lækki um 250 þús. kr. og barnabætur hækki um 150 þús. kr. Það er vitanlega fagnaðarefni að skattar lækki. En um leið veldur það nokkrum áhyggjum hvernig muni fara með kaupmátt og þá sérstaklega á árinu 2007 og 2008, a.m.k. hafa hagfræðingar lýst yfir umtalsverðum áhyggjum um að efnahagstjórn ríkistjórnar okkar leiði til vaxandi verðbólgu og hækkandi vaxta. Þá er ekki víst að hækkun ráðstöfunartekna dugi til þess að brúa það bil.   Miðstjórn RSÍ sendi frá sér ályktun vegna umræðna sem fóru fram vorið 2003 um skattabreytingar. Þar stóð m.a. :"Miðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands telur það forgagnsverkefni við núverandi aðstæður, að styrkja og efla velferðarkerfið. Nýta megi það svigrúm sem kann að skapast á komandi misserum til að hrinda þeim í framkvæmd. Ef svigrúm reynist vera fyrir hendi til að lækka skatta telur miðstjórn RSÍ að haga eigi skattalækkunum með þeim hætti að þær gagnist þeim sem eru með lægri tekjurnar. Einnig að draga úr jaðarsköttum á lægri tekjur og jaðaráhrifum barnabóta með því að hækka skerðingarmörk verulega. Til að auðvelda þeim tekjulægri að vinna sig úr fátæktargildrum." Miðstjórn RSÍ stóð að því með ASÍ nýverið að fara yfir tillögur frá Fjármálaráðuneytinu um hvernig breyta mætti barnabótakerfinu. Lögð var nokkur vinna í það með hagfræðingum ASÍ að útfæra þessar tillögur þannig að það kæmi sér betur fyrir tekjulágt fólk með börn. Þar á meðal voru tillögur um að það næði upp í 18 ára aldur barna. Sérfræðingar Fjármálaráðuneytisins sáu ekki ástæðu til þess að fara eftir tillögum okkar.27.11.04 gg

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?