Fréttir frá 2004

12 15. 2004

Rangar alhæfingar um stöðu lífeyrissjóða. Staða rafiðnaðarmanna heldur áfram að batna hjá Lífiðn

Þrátt fyrir nýjar tölur um auknar lífs- og örorkulíkur með þeim áhrifum að skuldbindingar lífeyrissjóða aukist, munu hækkuð lífeyrisgjöld um áramótin úr 10% í 11% veita sjóðfélögum Lífiðnar meiri réttindi ólíkt því sem gerist hjá mörgum öðrum lífeyrissjóðum.Á undanförnum árum hefur það blasað þeim sem vinna að lífeyrismálum að stigakerfið gekk ekki upp. Inngreiðslur fólks á seinni hluta starfsaldurs voru að skila sér í sömu stigaaukningu og inngreiðslur ungs fólks, sem er ákaflega óréttlátt kerfi og setti lífeyrissjóðina í sívaxandi erfiðari stöðu sérstaklega sakir þess að fyrirsjáanlegt er að lífaldur hækkar sífellt. Sú ákvörðun var því tekin árið 2002 hjá Lífiðn að fara yfir í aldurstengt kerfi. Sjóðurinn átti þá vel fyrir skuldbindingum og til að tryggja að bæta hinum eldri upp tap þeirra vegna breytingarinnar var staða þeirra hækkuð um 22.4% og lífeyrisgreiðslur hækkaðar um 15,5%.   Okkur rafiðnaðarmönnum þótti harla einkennilegt hversu fáir sjóðir fóru þessa leið, því það blasti við að ef lífeyrissjóðir gerðu það ekki blasti við að þurfa að lækka réttindi umtalsvert. Sú spá hefur nú ræst, eins og komið hefur fram í fréttum undanfarna daga.   Lífiðn á vel fyrir skuldbindingum sínum, en um síðustu áramót þá átti sjóðurinn 6,4% umfram skuldbindingar. Þessi góða staða setur  Lífiðn í sérstöðu í dag á meðan margir hverjir hafa neikvæða tryggingafræðilega stöðu. Í fréttum undanfarna daga hefur því verið haldið fram að lífeyrisgreiðslur hækki ekki nú um áramótin til samræmis við hækkað iðgjald. Hér er um að ræða alhæfingu sem er meinleg hugsanavilla og á þar að auki alls ekki við alla lífeyrissjóði, þ.á.m. Lífiðn. Í þessu sambandi er ástæða til þess að árétta að um er að ræða áunnin réttindi í lífeyrissjóð ekki beina hækkun eða lækkun lífeyrisgreiðslna nú um áramótin.     Þrátt fyrir nýjar tölur um auknar lífs- og örorkulíkur með þeim áhrifum að skuldbindingar lífeyrissjóða aukist, munu hækkuð lífeyrisgjöld um áramótin úr 10% í 11% veita sjóðfélögum Lífiðnar meiri réttindi. Það sem gerist aftur á móti hjá mörgum öðrum lífeyrissjóðum er að þeir þurfa ekki að skerða réttindi eins mikið og þeir ella þyrftu. Það er miður að þurfa að vera leiðrétta alhæfingar um að staða okkar sé hin sama og hjá öðrum. Lífiðn greip í taumana á réttum tíma og fór yfir í réttlátara kerfi og um leið að bæta hinum eldri það upp. 15.12.04.g.g.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?