Fréttir frá 2003

12 11. 2003

Fréttatilkynning um frestun á fyrsta samningafundi RSÍ og SART/SA

Alþingi hefur ákveðið að hækka eigin launakostnað sem nemur hundruðum milljóna króna með því að gera mjög dýran starfslokasamning við forsætisráðherra og hækka laun og lífeyrisréttindi þingmanna. ákveðið hefur verið að fresta framlagningu á kröfugerð RSÍAlþingi hefur ákveðið að hækka eigin launakostnað sem nemur hundruðum milljóna króna með því að gera mjög dýran starfslokasamning við forsætisráðherra, auka lífeyrisréttindi og hækka launa nokkurra þingmanna og ráðherra verulega. Þetta er aðför Alþingis að þeim stöðugleika sem almennir launamenn hafa lagt mikið á til að viðhalda og hlýtur að gjörbreyta áformum RSÍ hvað varðar undirbúning komandi kjarasamninga. Það hefur því verið ákveðið að endurskoða þá kröfugerð sem hefur verið í undirbúning nú í haust og til stóð að RSÍ myndi leggja fram á fyrsta samningafundi með Samtökum atvinnulífsins og Samtökum í raf og tölvuiðnaði í fyrramálið föstudag. 12. des. Kl. 8.00.   Alþingi er með þessu að grípa fram fyrir hendur Kjaradóms og bæta um enn betur, en eins og landsmenn muna úthlutaði Kjaradómur þingmönnum ríflega launabót á kjördag í maí síðastliðnum.     Miðstjórn RSÍ hefur verið kölluð saman kl. 13.00 á morgun föstudag 12. des. til þess að fara yfir þessa nýju og óvæntu stöðu. Stjórnir og trúnaðarráð stærstu aðildarfélaga RSÍ hafa verið kallaðar saman í kjölfar miðstjórnarfundarins.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?