Fréttir frá 2003

12 12. 2003

Ályktun vegna breytinga á lífeyris- og starfslokum ráðherra og þingmanna

Miðstjórn RSÍ tók til meðferðar á fundi sínum i dag ný framkomið frumvarp um starfslok ráðherra og lífeyrisréttindi alþingismanna. Miðstjórn fól samninganefndum sambandsins að breyta kröfugerðum sambandsins með tilliti til þeirra breytinga sem eru í frumvarpinu. Samninganefndum var falið að kynna sem fyrst gagnaðilum kröfugerðir RSÍ með þessum breytingum. Á fundi miðstjórnar RSÍ þ. 12. des. 2003 var eftirfarandi ályktun samþykkt. Félagsmenn RSÍ sem starfa hjá hinu opinbera hafa samþykkt tvo siðustu kjarasamninga við fjármálaráðuneytið á þeim forsendum að fyrir lá undirrituð yfirlýsing frá ríkisstjórn um að lífeyrisréttindi þeirra yrðu jöfnuð við aðra starfshópa í opinbera geiranum. Þetta hefur ítrekað verið hermt upp á forsætisráðherra og fjármálaráðherra, en þeir hafa alfarið hafnað að standa við gefin loforð.   Í þessu sambandi vill miðstjórn RSÍ benda á tvö atriði sem valda vaxandi misrétti meðal landsmanna í lífeyrisréttindum : a)       Opinberir starfsmenn sem eru í stéttarfélögum utan ASÍ njóta 11.5% mótframlags úr ríkissjóði, alþingismenn og ráðherra eru með margfalt hærri ávinnslurétt, á meðan félagsmenn innan ASÍ verða að sætta sig við 6%.   b)       Lífeyrissjóðir sem stéttarfélög innan ASÍ eiga aðild að, starfa undir lögum sem Alþingi hefur sett um að þeir verði að skerða réttindi sé viðkomandi lífeyrissjóður í þeirri stöðu að eiga ekki fyrir skuldbindingum. Drjúgur þáttur í þessu er vaxandi þáttur í örorkubóta í útgjöldum almennu lífeyrissjóðanna. En lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna, alþingismanna og ráðherra þurfa ekki að skerða réttindi, þeir sækja það sem upp á vantar í ríkissjóð.   Ofangreind atriði valda óþolandi misrétti meðal launamanna, má þar sérstaklega benda á það misrétti að örorkuþáttur er að draga niður lífeyri almennu sjóðanna. Í þeim rökum sem alþingismenn og forsætisráðherra hafa sett fram er að verið sé að lagfæra og samræma lífeyrisréttindi, eins að breyta eigin lífeyrissjóðum í gegnumstreymissjóði sakir þess að þeir eigi ekki fyrir skuldbindingum.   Miðstjórn RSÍ felur samninganefndum sambandsins að breyta kröfugerðum sambandsins og kynna þær mótaðilum með tillit til eftirfarandi atriða.   a)       Framlag ríkissjóðs í séreignarsjóði verði ekki lækkuð um 0.4%   b)       Örorkuþættir í starfsemi Tryggingarstofnunar og lífeyrissjóða verði sameinaðir og þessir þættir verði á ábyrgð ríkissjóðs.   c)       Á komandi samningstíma verða lífeyrisréttur opinberra starfsmanna samræmdur.   d)       Framlög í séreignarsjóði verði hækkuð.     12. desember 2003  Miðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?