Fréttir frá 2003

12 18. 2003

Ógnin - Athugasemd

Allir í samráðsnefnd verkalýðsfélaganna urðu harla undrandi á efnistökum í þeirri"heimildarmynd" sem sýnd var í sjónvarpinu nýverið um Kárahnjúka. Þá er átt við hvernig var vikist undan því að taka á þeim deilumálum sem upp hafa risið þar og landsmenn þekkja, um þetta var smá hugleiðing hér á heimasíðunni.  Ekki var minnst einu orði á Landsvirkjun í umræddri grein. Samráðsnefnd ASÍ ásamt opinberum eftirlitsaðilum hafa aftur á móti átt í verulegum vandræðum með erlendar starfsmannaleigur og erlent fyrirtæki og hvernig stjórnvöld hafa vikist undan því að taka á þeim málum.Allir í samráðsnefnd verkalýðsfélaganna urðu harla undrandi á efnistökum í þeirri"heimildarmynd" sem sýnd var í sjónvarpinu nýverið um Kárahnjúka. Þá er átt við hvernig var vikist undan því að taka á þeim deilumálum sem upp hafa risið þar og landsmenn þekkja, um þetta var smá hugleiðing hér á heimasíðunni. Í umræddri "heimildarmynd" var spurningum beint til íslenskra starfsmanna og forsvarsmanna íslenskra fyrirtækja í stað þess að taka á margítrekuðum aðfinnslum opinberra eftirlitsaðila á aðbúðar- og öryggismálum og eins launabaráttu erlendra starfsmanna frá starfsmannaleigum. Nú hefur mér borist harla einkennilegt bréf frá Landsvirkjun með harla hörðum aðdróttunum í minn garð vegna þessarar hugleiðingar sem eru ekki birtingarverðar. Það er ástæða að benda á að ekki var minnst einu orði á Landsvirkjun í umræddri grein og við í Samráðsnefnd höfum átt harla gott samstarf Landsvirkjun og höfum að því ég best veit aldrei hallað orði í þá átt, amk ekki opinberlega. Við ásamt opinberum eftirlitsaðilum höfum aftur á móti átt í verulegum vandræðum með erlendar starfsmannaleigur og erlent fyrirtæki og þá sérstaklega hvernig stjórnvöld hafa vikist undan því að taka á þeim málum. Ég vona innilega að forsvarsmenn Landsvirkjunar eigi góð jól og hef því kippt greininni í burtu. Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?