Á upplýsingafundi ríkistjórnarinnar í dag voru kynnt bæði ný úrræði sem og breytingar á þeim sem hafa verið í gildi. Er þetta gert til þess að tryggja réttindi launafólks en einnig til þess að draga úr óvissu fyrirtækjanna.

Hlutaatvinnuleysisúrræðið verður framlengt út ágúst en úrræðið verður óbreytt til loka júní mánaðar en frá þeim tímapunkti verður starfshlutfall hækkað úr 25% starfi hjá fyrirtæki upp í 50% starf. Þessi breyting gildir frá 1. júlí til loka ágúst.

Nýtt úrræði kemur inn fyrir fyrirtæki sem miða að því að tryggja launagreiðslur á uppsagnarfresti en þar munu þau fyrirtæki sem hafa orðið fyrir 75% tekjufalli vegna aðstæðna og geta þau á tímabilinu 1. maí til 30. september sótt um styrk til ríkisins til að standa undir greiðslu launa á uppsagnarfresti, á uppsögnum sem koma til frá 1. maí. Styrkupphæð sem fyrirtækin geta sótt eru að hámarki 633.000 kr eða 85% af launum og ná yfir 3ja mánaða uppsagnarfrest að hámarki. Þetta úrræði getur samkvæmt Forsætisráðherra átt við um 25% fyrirtækja á markaði.

Fleiri málefni voru kynnt um endurskipulagningu fyrirtækja þar sem einföldun á ferlum verði meginmarkmiðið.

Rétt er að taka fram að lagafrumvörp eru ekki tilbúin og miða þessar upplýsingar við það sem fram kom á upplýsingafundi stjórnvalda í dag og er birt með þeim fyrirvara.

Lesa meira á vef stjórnarráðsins