
Opnað fyrir nýtt orlofstímabil
04/11/2025 @ 09:00 - 01/01/2026 @ 17:00
Þann 4. nóvember næstkomandi, klukkan 09.00. verður opnað fyrir leigu orlofshúsa á vortímabili.
Tímabilið sem um ræðir er 2. janúar til 12. júní 2026, að undanskildum páskum. Páskar verða auglýstir sérstaklega, þegar nær dregur.
Fyrirkomulagið fyrst koma – fyrst fá gildir um bókanir á þessu tímabili.
Athugið að einungis verður opnað fyrir orlofseignir á landsbyggðinni. Vegna flutninga orlofsíbúða á Eirhöfða í Reykjavík, verður opnun fyrir bókanir fyrir vortímabilið í íbúðum okkar þar auglýst síðar.
