Banner Kjarasamningur undirritadur

Í nótt var skrifað undir kjarasamning við SA/SART. Þessi samningur er tímamótasamningur að mörgu leyti. Styttting vinnuvikunnar, ný deilitala fyrir dagvinnu, nýtt fyrirkomulag á yfirvinnu (yfirvinna 1 og 2), nýtt launakerfi, fækkun launataxta sem skila hækkun á lágmarkstöxtum iðnaðarmanna. Kauptaxtar hækka frá 90.000 upp í 117.000 rúmar á samningstímanum. Almenn launahækkun er upp á 68.000 kr.

Undirritaður samningur (smella hér)

Kristján Þórður Snæbjarnarson

Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands

rafidnadarsambandid rautt

Staða kjaraviðræðna er á afar viðkvæmu stigi í dag en Samninganefnd samflots iðnaðarmanna hefur setið á fundum með Samtökum atvinnulífsins síðustu daga. Eðli máls samkvæmt er ekki hægt að upplýsa um efnisatriði en viðræður hafa þokast í rétta átt. Unnið er að textagerð eins og staðan er núna. Samningsaðilar eru að reyna til þrautar að ná samningum sem samninganefndir telja ásættanlega fyrir iðnaðarmenn. 

1mai banner

Rafiðnaðarsamband Íslands hvetur félagsmenn og fjölskyldur þeirra til að sýna samstöðu og mæta á hátíðahöld í tilefni dagsins sem haldin eru víðsvegar um landið.

 

Iðnfélögin Stórhöfða 31, Byggiðn, Samiðn, Félag iðn- og tæknigreina, GRAFÍA, MATVÍS og Rafiðnaðarsambandið bjóða í opið hús, að lokinni kröfugöngu og útifundi í Reykjavík, á Stórhöfða 31. Við hvetjum félagsmenn til að mæta í kröfugönguna og koma til okkar, skoða aðstöðuna og þiggja veitingar.

Dagskrá víðsvegar um landið(smella hér) 

Myndband (smella hér)

Dagskrá í Reykjavík:

Dagskrá 1. maí hátíðahaldanna í Reykjavík 2019 verður sem hér segir:

  • Safnast saman á Hlemmi klukkan 13:00
  • Kröfuganga hefst klukkan 13:30
  • Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika í göngunni
  • Útifundur á Ingólfstorgi settur klukkan 14:10
  • Dagskrá útifundar: 
  • GDRN
  • Ræða: Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Efllingar stéttarfélags
  • Ræða: Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB
  • Bubbi Morthens
  • Samsöngur – Maístjarnan og Internasjónalinn

Fundarstjóri: Þórarinn Eyfjörð

 

Öll dagskráin verður táknmálstúlkuð og sungið verður á táknmáli í tónlistaratriðum

 

 

1 maí augl.2019

rafidnadarsambandid bleikur

Þessa daga  verður skert þjónusta á skrifstofu Rafiðnaðarsambandsins vegna árshátíðarferðar starfsfólks. Skrifstofan verður opin en fáir við störf. Við biðjumst velvirðingar þeim óþægindum sem þetta getur valdið. Vegna kjaramála er hægt að hafa samband við Adam Kára Helgason og Gerði Helgadóttur vegna orlofsmála. Sótt er um styrki á „mínum síðum“ (smella hér)

Upplýsingar um símanúmer og netföng starfsmanna. (smella hér)

GraiHerinn

Miðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands ákvað á fundi að styðja vel við bakið á Gráa hernum í baráttunni við stjórnvöld vegna þeirra grimmilegu skerðinga sem viðhafðar eru gagnvart þeim sem eru á ellilífeyri. Það er með öllu óásættanlegt að sparnaður sé skertur og með þeim hætti unnið gegn þeirri skynsemi fólks að leggja fyrir og sýna þar með forsjárhyggju fyrir efri ár. 

Miðstjórn RSÍ ákvað að leggja til eina og hálfa milljón í málsóknarsjóð Gráa hersins og lýsir yfir vilja til að leggja meira til ef þörf verður á. 

ASI verdlagseftirlit rautt

Verðkönnun á þjónustu við dekkjaskipti sýnir mikinn verðmun á milli þjónustu aðila eða frá 69%-160% og nemur minnsti verðmunurinn 4.300 kr. en sá mesti 12.785 kr. Það borgar sig því að gera verðsamanburð áður en haldið er af stað með bílinn í dekkjaskipti. Bifreiðaverkstæðið Stormur á Pateksfirði var með lægsta verðið í 8 skipti af 10 og Titancar Smiðjuvegi í 2 skipti af 10. Höldur og Dekkjasala Akureyrar skiptast á að vera með hæstu verðin en Höldur er með hæsta verðið í 6 skipti af 10 en Dekkjasala Akureyrar í 4 skipti af 10.

Mestur var verðmunurinn á dekkjaskiptum og umfelgun fyrir jeppa með 18“ álfelgur (265/60R18), 160% eða 12.785 kr. Hæst var verðið hjá Höldur á Akureyri, 20.785 en lægst hjá Titancar Smiðjuvegi, 8.000 kr.  Minnstur var verðmunurinn á dekkjaskiptum á smábíl, minni meðalbíl og meðaðlbíl (14, 15 og 16“), 4.300 kr. eða 69% en hæsta verðið, 10.500 kr. hjá Dekkjasölu Akureyrar en lægst hjá Bifreiðaverkstæðinu Stormi þar sem það var 6.200 kr. Verðmunurinn var 69%.

Lægstu verðin fyrir minni og meðal stóra bíla hjá Stormi,Titancar og Smurþjónustunni Klöpp
Lægst voru verðin fyrir dekkjaskipti á smábílum, minni meðalbílum og meðalbílum (á 14, 15 eða 16´´) hjá bifreiðaverkstæðinu Stormi Patreksfirði, 6.200 kr. (ál og stál felgur). Næst lægstu verðin fyrir þessa sömu gerð af bílum voru hjá Titancar Smiðjuvegi, 7.000 kr. og hjá Smurþjónustunni Klöpp (7.000 kr. stálfelgur og 7.300 álfelgur). Verðin hjá Bílaverkstæði S.B. Ísafirði voru á svipuðum nótum eða 7.201 kr. fyrir sömu stærðir af bílum (ál og stál felgur).

Lægstu verðin fyrir jepplinga og jeppa hjá Stormi og Arctic Trucks
Lægstu verðin fyrir dekkjaþjónustu á jeppling með 16“ (225/55E16)  ál- eða stálfelgur voru á Bifreiðaverkstæðinu Stormi, Patreksfirði, 6.200 kr. en það næst lægsta hjá Arctic Trucks, Kletthálsi, 7.865 kr. 

Lægstu verðin fyrir dekkjaskipti á jeppum (t.d. Mitshubishi Pajero)  með 18´´ álfelgu (265/60R18) voru hjá Titancar, 8.000 kr. en þau næst lægstu hjá Bifreiðaverkstæðinu Stormi Patreksfirði, 8.200. Þriðja lægsta verðið var hjá Bílaverkstæði S.B. á Ísafirði, 8.560 kr. 

Töflu með öllum verðum má finna hér (smella hér). 

Costco býður upp á dekkjaskipti fyrir allar þessar tegundir og stærðir bíla fyrir 4.400 kr. en það verð er þó ekki að fullu sambærilegt vegna þess að viðkomandi þarf að vera á bíl á dekkjum frá Costco og hafa Costco kort.

Eftirfarandi þjónustuaðilar vildu ekki upplýsa verðlagseftirlitið um verð á þjónustunni: Dekkjahöllin Skútuvogi, Klettur, Barðinn, Hjólbarðaverkstæði Magnúsar Selfossi og Pitstop Selfossi.

Kannað var verð á þjónustu við dekkjaskiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu á álfelgum og stálfelgum af stærðum 14,15, 16 og 18´´ á 21 á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Ísafirði, Patreksfirði og Selfossi. Verðin í könnuninni eru án afsláttar en verkstæðin bjóða upp á margskonar afsætti t.d. FÍB, eldri borgara og staðgreiðslu, viðskiptavinir eru því hvattir til að spyrja um afslátt. Hér er aðeins um beinan verðsamanburð á þjónustu að ræða en ekki var lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.

Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.

 

ASI verdlagseftirlit rautt

Allt að 67% verðmunur var á páskaeggjum mill verlsana í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi 11. apríl. Munurinn á hæsta og lægsta verði nam oft mörg hundruð krónum og mest 1.400 krónum á einu og sama páskaegginu. Bónus var oftast með lægstu verðin á páskaeggjum eða í 28 af 30 tilfellum. Super 1 var oftast með hæstu verðin eða í 13 tilfellum af 30 en Iceland fylgir fast á eftir með hæstu verðin í 11 tilfellum. Lítið úrval var af páskaeggjum í Kjörbúðinni en einugnis 7 páskaegg af 30 voru fáanleg í búðinni. Engin páskaegg voru til í Costco. 

Verð á matvöru sem er líkleg til að rata á borð landsmanna yfir páskana var einnig skoðað en mikill verðmunur reyndist í mörgum matvöruflokkum, þá sérstaklega á kjöti, grænmeti og ávöxtum en einnig á þurrvöru og drykkjarvörum. Þannig var allt að 170% verðmunur á nautgripahakki, 140% verðmunur á hamborgarahrygg, 180% verðmunur á jarðaberjum og 152% verðmunur á sætum kartöflum. 80% verðmunur var á fjölskylduís frá Kjörís, 77% verðmunur á appelsíni, 57% verðmunur á snakki og 65% verðmunur á Cheeriosi. 

Getur munað mörg þúsund krónum á páskainnkaupunum eftir því hvar er verslað 
Verðmunurinn á páskaeggjum í könnuninni er mikill og ef verðmunurinn á páskamat er tekinn með í reikninginn er ljóst að spara má háar fjárhæðir í innkaupum fyrir páska með því að versla þar sem verð er lágt.    

Af páskaeggjum var verðmunurinn mestur á litlum rís páskaeggjum frá Freyju, fjórum saman í pakka eða 67% en lægst var verðið í Bónus, 359 kr. en hæst í Hagkaup 599 kr. Í krónum talið var verðmunurinn mestur á Nóa Siríus risa páskaeggi, 1.401 kr. eða 25%. Lægst var verðið í Bónus 5.598 kr. en hæst var verðið 6.999 kr. í Super 1. Þá var 28% munur á hæsta og lægsta verði á Nóa Siríus eggi nr.7. Lægst var verðið í Bónus, 3.579 kr. en hæst, 4.599 kr. í Super 1 en það gerir 1.020 kr. verðmun.

Allt að 170% verðmunur á kjöti
Mikill verðmunur var á matvöru en í 45 tilfellum af 117 var verðmunurinn yfir 41% en í 27 tilfellum yfir 60%. Þar má nefna 170% verðmun á nautgripahakki sem kostaði minnst 853 kr. í Super 1 á tilboði en mest 2.999 kr. í Hagkaup og nemur verðmunurinn því 1.446 kr. Hamborgarahryggur með beini var 140% dýrari í Fjarðarkaup þar sem verðið var hæst, 2.398 kr. en í Nettó þar sem verðið var lægst, 999 kr. en það gerir 1.399 kr. verðmun. Þá var kílóverðið af frosnu lambalæri 120% hærra í Hagkaup þar sem það kostaði 2.199 kr. en í Bónus þar sem það var á 998 kr. 

Mikill verðmunur var á ís milli verslana en sem dæmi má nefna kostuðu 2l af fjölskylduís m. súkkulaði frá Kjörís minnst í Nettó og í Kjörbúðinni, 598 kr. en mest í Hagkaup, 1.079 kr. sem gerir 80% eða 481 kr. verðmun. Þá var 180 % verðmunur á jarðaberjum sem kostuðu minnst, 998 kr. kg í Bónus en mest 2.796 kr. kg í Iceland og gerir það 1.798 kr. verðmun. 

Sjá öll verð í meðfylgjandi töflu (smella hér)

Bónus var oftast með lægsta verðið í könnuninni eða í 69 tilfellum af 117 en Iceland oftast með það hæsta eða í 48 tilfellum. 

Um könnunina
Í könnuninni var hilluverð á 117 vörum skráð niður en það er það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um þegar hann ákveður hvort hann ætli að kaupa viðkomandi vöru. Ef að afsláttur er tekinn fram á hillu er hann tekinn til greina. 

Könnunin var framkvæmd á sama tíma í öllum verslunum en þær eru: Bónus Smáratorgi, Krónan Granda, Nettó Granda, Super 1 Faxafeni, Fjarðarkaup, Hagkaup Skeifan, Iceland Engihjalla og Costco. Í könnuninni er einungis gerður samanburður á verði en ekkert mat er lagt á gæði eða þjónustu viðkomandi verslana.

Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.

 

orlofslog

Stóra húsið á Apavatni er laust helgina 3.-6. maí.

Orlofsvefur (smella hér)

Hladvarp ASI banner nytt

Viðtöl og vangaveltur um vinnumarkaðsmál, réttindi og skyldur launafólks og starfsemi stéttarfélaga.

Hlaðvarp ASÍ

 

rafidnadarsambandid2Þann 3. apríl síðastliðinn skrifuðu Landssamband íslenskra verslunarmanna og Starfsgreinasambandið undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Enn er ekki búið að ganga frá nýjum kjarasamningum fyrir iðnaðaramenn en formlegur fundur var haldinn hjá Ríkissáttasemjara í gær, fimmtudag. Á fundinum var farið yfir stöðu mála en næsti fundur verður haldinn um miðja næstu viku.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?