Fréttir frá 2019

03 14. 2019

Íslandsmót iðn- og verkgreina í Laugardalshöll 14.-16. mars

rafidnadarsambandid rautt

Íslandsmót iðn- og verkgreina er haldið í Laugardalshöll dagana 14.-16. mars. Aðgangur ókeypis (smella hér) Laugardagurinn er helgaður fjölskyldunni með fræðslu og fjöri. 

Opið er fyrir áhorfendur:

Fimmtudag 14. mars frá kl 14:00-17:00

Föstudag 15. mars frá kl 14:00-17:00

Laugardag 16. mars frá kl 10:00-16:00

Fræðsluaðilar kynna fjölbreytt námsframboð á framhaldsskólastigi og fram fer keppni á Íslandsmóti iðn- og verkgreina. Boðið er upp á ýmsa isl mot idngreina 2019 1

viðburði, kynningar og ekki síst að prófa, fikta, snerta og smakka. Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að kynna sér allt nám á framhaldsskólastigi á einum stað.isl mot idngreina 2019 2

33 framhaldsskólar alls staðar af landinu kynna fjölbreytt námsframboð sitt. Nemendur, kennarar og náms- og starfsráðgjafar munu svara isl mot idngreina 2019 3spurningum um námsframboð, félagslíf, inntökuskilyrði og annað sem gestir vilja vita um nám og störf.isl mot idngreina 2019 4

30 iðn-, verk- og tæknigreinar taka þátt í Mín framtíð 2019. Flestar greinarnar eru með keppendur á Íslandsmóti iðn- og verkgreina. Unga fólkið sýnir rétt handbrögð og tækni sinnar greinar um leið og það tekst á við krefjandi verkefni og spennuna sem fylgir því að keppa. Sigurvegarar fá margir hverjir tækifæri til að keppa í EuroSkills að ári.

Einnig verða á svæðinu: BMX BRÓS, FabLab Reykjavík, Fagkonur, Félag náms- og starfsráðgjafa, Iðan fræðslusetur, Heimavist MA og VMA, Iðnú, Kvasir- samtök fræðslu- og símenntunarmiðstöðva, Rafmennt, Rannís, Samband Íslenskra framhaldsskólanema, Team Spark og isl mot idngreina 2019 5Verksmiðjan RÚV.

Það verður mikið líf og fjör í Laugardalshöllinni þessa þrjá daga þar sem um 7000 grunnskólanemendur alls staðar af landinu munu koma fyrstu tvo dagana til að skoða, prófa og fræðast.isl mot idngreina 2019 6

Laugardagurinn kl. 10:00 – 16:00 er Fjölskyldudagur. Fjölskyldur eru sérstaklega velkomnar til að koma og fræðast, upplifa og skemmta sér.

Í boði verður m.a. að helluleggja, klippa, flétta, krulla eða slétta hár, teikna grafík í sýndarveruleika, splæsa net, fara í ratleik, fara á ýmis örnámskeið, mæla blóðþrýsting, planta fræjum, þrívíddarprentun, smíða, prófa vélmenni, bora, sauma á iðnaðarsaumavél, leysa þrautir og fá verðlaun, sjá mjaltir og rúningu og að taka þátt í að útbúa lengstu blómaskreytingu sem gerð hefur verið á Íslandi.isl mot idngreina 2019 7

 

 

 

 

 

 

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?