Fréttir frá 2019

03 13. 2019

Breytingar á skrifstofu RSÍ

rafidnadarsambandid rautt

Mánudagurinn 4. mars var fyrsti dagur sameiginlegrar skrifstofu Byggiðn, Grafíu, FIT, MATVÍS, RSÍ og Samiðn. Búið er að taka upp eitt sameiginlegt símanúmer 540-0100. Gömlu símanúmerin eru hins vegar enn í gildi og færast yfir á nýtt símanúmer. Við hvetjum félagsmenn okkar til að læra nýja símanúmerið og nota það því það kemur að því að gamla númerinu verður lokað. Starfsemi félaganna er með óbreyttu sniði og því geta félagsmenn gengið að þeirri þjónustu sem þeir þurfa á að halda eins og verið hefur. 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?