golf ak 2019

Framundan er golfmót á Norðurlandi fyrir félagsmenn iðnaðarmannafélaganna, félagmenn aðildarfélaga Rafiðnaðarsambandsins eru þar á meðal að sjálfsögðu. Mótið fer fram laugardaginn 31. ágúst á Jaðarsvelli á Akureyri. Mæting á mótið er kl. 12:00. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á skrifstofa@gagolf.is og taka ber fram frá hvaða félagi viðkomandi er auk þess þarf að skrá maka ef hann spilar líka. Þeir sem vilja spila saman verða að taka það fram við skráninguna.


Mótsgjald er kr. 5.000 og innifalið í því er teiggjöf, spil á vellinum og matur að loknu spili. Vegleg verðlaun verða í boði!

Veitt verða verðlaun fyrir: höggleik án forgjafar, punktakerfi, nándarverðlaun, lengsta teighögg og einnig verður dregið úr skortkortum. Það eiga því allir möguleika á verðlaunum en fyrst og fremst verður þetta mikil skemmtun!

regnbogi2

Vegna forfalla er hús 30 á Einarsstöðum laust vikuna 16.-23. ágúst. (Smella hér til að bóka) 

 

rafidnadarsambandid bleikur

Vegna forfalla eru lausar tvær vikur á Spáni frá 20. ágúst til 3. september. Um er að ræða frábærar íbúðir á skemmtilegum stað, fyrstur kemur fyrstur fær.

wIMFR Nysveinar 090219 JSX2626 bannerÁrið 2014 ákváðu Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) að halda upp á alþjóðadag ungs fólks sem meðal annars hefur iðnmenntun og hefur 15. júlí verið haldinn hátíðlegur síðan. Í kjölfarið fylgdu samtökin World Skills í fótspor SÞ og taka þátt í þessum degi ungra iðnaðarmanna. Það er ljóst að áskoranir vinnumarkaðarins verða miklar á komandi árum og við erum í dag raunverulega farin að sjá áhrif alþjóðavæðingar á þróun ýmissa starfa. Sjálfvirknivæðing starfa felur í sér áskoranir einar og sér en gefur okkur líka gríðarleg tækifæri á að sækja fastar fram til að tryggja góð og vellaunuð störf. Rafiðnaðarmenn munu verða í framlínu í þessari tækniþróun. Störf rafiðnaðarmanna munu gegna lykilhlutverki í innleiðingu nýrrar tækni og jafnframt til að viðhalda tækninýjungum. 

Það er því ljóst að á komandi árum verða iðnaðarmenn eftirsóttir starfskraftar og við þurfum að tryggja að öllum standi til boða að sækja sér þá menntun sem hentar hverjum og einum. Í rafiðnaði eru fjölmargar mismunandi greinar í boði og bjóða allar upp á mikil tækifæri. Við hvetjum ungt fólk því til að kynna sér námsframboð í rafiðngreinum sem meðal annars má nálgast upplýsingar um á www.straumlina.is

Endilega kíktu á þetta myndband sem WorldSkills hefur tekið saman í tilefni dagsins. Við viljum efla iðnaðinn á Íslandi og bjóða ungt fólk velkomið í rafiðngreinarnar. #WYSD2019

rafidnadarsambandid rautt

Samningsaðilar hafa komið sér saman um frestun á viðræðum vegna sumarleyfa og munu samninganefndir hefja aftur viðræður í september 2019.

Vegna þessa mun ISAL greiða eingreiðslu að upphæð 100.000 kr. með næstu launaútborgun sem gildir sem fyrirframgreiðsla inn á þær launahækkanir sem samið verður um í kjarasamningum. 

Eingreiðsluna fær hver starfsmaður sem var með fastráðningu þann 1. júní 2019 og er með ráðningarsamning sem nær fram yfir 1. nóvember 2019. Starfsmenn í hlutastarfi fá hlutfallslega greiðslu, en hlutastarfsfrí skerðir hana þó ekki. Sama á við um starfsmenn sem hafa ráðningarsamning sem nær ekki fram yfir 1. nóvember 2019. Hjá starfsmönnum sem láta af störfum á tímabilinu 1. júní – 1. nóvember 2019 verður eingreiðslan endurreiknuð í lokauppgjöri miðað við starfshlutfall tímabilsins.

Starfsmenn sem eru lausráðnir og á nemasamningi fá mánaðarlega greiðslu 17.000 kr. til 1. nóvember, eða út ráðningasamning sinn sé hann styttri.

Launalaus leyfi og fæðingarorlof á tímabilinu 1. júní til 1. nóvember teljast ekki til starfstíma og geta því haft áhrif á heildarupphæð eingreiðslunnar.

Aðilar fallast jafnframt á að breyta viðræðuáætlun þannig að til 1. nóvember nk. gildi friðarskylda milli aðila.

 rafidnadarsambandid rautt

 Niðurstöður atkvæðagreiðslu milli Rafiðnaðarsambands Íslands og Félags atvinnurekenda

Á kjörskrá voru 137, atkvæði greiddu 67 eða 48.91%. 

Já sögðu 47 eða  70.1%

Nei sögðu 17 eða 25.4%

Tek ekki afstöðu 3 eða 4.5%

Kjarasamningurinn telst því samþykktur.

rafidnadarsambandid rautt

Niðurstöður úr atkvæðagreiðslu RSÍ vegna FÍS við Símann hf og dótturfyrirtæki

Á kjörskrá voru 234, atkvæði greiddu 133 eða 56.84%. 

Já sögðu 122 eða  91.7%

Nei sögðu 9 eða 6.8%

Tek ekki afstöðu 2 eða 1.5%

Kjarasamningurinn telst því samþykktur.

 

Niðurstöður úr atkvæðagreiðslu vegna kjarasamnings RSÍ og Símans hf ásamt dótturfyrirtækjum

Á kjörskrá voru 121, atkvæði greiddu 79 eða 65.29%

Já sögðu 63 eða 79.7%

Nei sögðu 16 eða 20.3%

Tek ekki afstöðu 0

Kjarasamningurinn telst því samþykktur.

 

rafidnadarsambandid rautt

Rafiðnaðarsamband Íslands, Samiðn og samninganefnd ríkisins hafa sammælst um að endurskoða gildandi viðræðuáætlun með það að markmiði að nýr kjarasamningur verði undirritaður eigi síðar en 30. september. Ástæðan er að áætlaður tími í þær umfangsmiklu kerfisbreytingar sem fyrirhugaðar eru, s.s. hugsanleg launaþróunartrygging og breytt fyrirkomulag vinnutíma, hafi verið vanmetinn. Þar sem langt er um liðið að gildistími síðasta kjarasamnings rann sitt skeið, eru aðilar ásáttir um innágreiðslu til þeirra sem fylgja samningnum að upphæð kr. 105.000 og komi til greiðslu þann 1. ágúst n.k. 

rafidnadarsambandid rautt

Kvennahlaup ÍSÍ fer fram á Skógarnesi laugardaginn 15. júní kl 13:00. Farnar verða tvær vegalengdir 850 m og 2 km. Skráning við Stóra húsið

SH31 2Rafiðnaðarsamband Íslands, Samiðn – Samband iðnfélaga, Félag iðn- og tæknigreina, Byggiðn – Félag byggingamanna, MATVÍS og GRAFÍA stéttarfélag hafa ákveðið að vinna náið saman að baráttumálum iðnaðarmanna. Því eru þessi félög að flytja í eitt hús á Stórhöfða 31. Markmiðið með því að vera saman í húsnæði er að samþætta starfsemi félaganna með bættri þjónustu til hagsbóta fyrir félagsmenn sína.

Okkur vantar heiti á húsið eða „samstarfið“. Því leitum við til félagsmanna þessara félaga um hugmyndir. Heitið þarf að vera lýsandi, félögin eiga að geta notað það á sameiginlega viðburði og geta kennt sig við að vera eitt af þessum félögum.

Frestur til að skila inn tillögum er til 14. júní 2019. Tillögum skal skilað til RSÍ merkt „nafn“ í umslagi þar sem nafn höfundar er í lokuðu umslagi með tillögunni. Einnig er hægt að senda tillögur í tölvupósti á sigrun@rafis.is. Nafni höfundar verður haldið leyndu fyrir dómnefnd.

Verðlaun að upphæð kr. 100.000,- verða veitt fyrir tillöguna sem verður valin. 
Dómnefnd mun fara yfir tillögur og velja eina úr. Dómnefnd áskilur sér rétt að hafna öllum tillögum.

Rafiðnaðarsamband Íslands, b.t. Sigrún Sigurðardóttir,

Stórhöfða 31, 110 Reykjavík

Merkt: Nafn

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?