rafidnadarsambandid2Eins og glöggt sást í umfjöllun Kveiks, á RÚV í vikunni, þá eru málefni erlendra starfsmanna okkur mjög hugleikin. Staðan á vinnumarkaði er þannig að næga vinnu er að hafa enn sem komið er og skortur er á starfsmönnum. Fyrirtækin hafa þá æði oft gripið þeirra ráða að sækja erlenda starfsmenn og ráða þá til vinnu. Oft eru þeir ráðnir inn í gegnum starfsmannaleigur en í einhverjum tilvikum er um beinar ráðningar að ræða.

Staðan sem starfsmenn eru í er æði oft skelfileg og er það ástæða þess að Rafiðnaðarsamband Íslands stendur fyrir vinnustaðaeftirliti og á undanförnum árum höfum við unnið að verulegri eflingu á eftirlitinu og stefnir í að enn verði aukið við starfskrafta í þessum efnum.

Blekkingarleikur fyrirtækja er ansi oft mikill því fulltrúar fyrirtækjanna eru oft farnir að leita nýrra leiða til að svívirða starfsmenn, greiða ekki rétt laun fyrir unninn vinnutíma. Oft er það þannig að vinnutími sem greiddur er er eingöngu dagvinnutími þó svo að starfsmenn þurfi að vinna marga yfirvinnutíma á dag. Þetta sættum við okkur ekki við og samfélagið í heild á ekki að sætta sig við slíka framkomu! Við þurfum að taka höndum saman til að stöðva slík brot.

Starfsmenn eru í sífellt meiri mæli ráðnir inn sem verktakar í störf sem eru ekkert annað en störf sem hefðbundið ráðningarform á við. Með þessu eru fyrirtækin að setja alla ábyrgð á þann aðila sem ekki getur varið sig. Viðkomandi starfsmaður þarf að standa straum á öllum kostnaði vegna ófyrirséðra atriða. Þessi þróun er því miður víða í Evrópu en verkalýðsfélög vinna að því að stöðva þessa þróun.

Samkvæmt jafnréttislögum þá ber fyrirtækjum að greiða sömu laun fyrir sömu vinnu óháð stöðu eða uppruna fólks.

Það er jafnframt vert að þakka RÚV og starfsmönnum Kveiks fyrir góða umfjöllun um þau verkefni sem við hjá RSÍ og stéttarfélögum innan ASÍ vinnum að en eru ekki alltaf sýnileg.

Kristján Þórður
Formaður RSÍ

ASII UNG banner fb

Á nýafstöðnu þingi ASÍ-UNG mátti greina mikinn samhug og baráttuvilja hjá ungu fólki innan verkalýðshreyfingarinnar. Málþing um hlutverk stéttarfélaga og þær áherslur sem ungt fólk vill sjá í komandi kjarasamningum bar einna hæst á þinginu. 

Meðfylgjandi ályktun var samþykkt í lok þingsins en hún sýnir ágætlega hvar áherslur ungs fólks innan verkalýðshreyfingarinnar liggja í komandi kjaraviðræðum.

  • Þing ASÍ-UNG ályktar um nauðsyn þess marka skýra stefnu í húsnæðismálum til þess að tryggja ungu fólki húsnæði við hæfi. ASÍ-UNG telur það vera grundvallaratriði að allir hafi möguleika á öruggu búsetuformi sem hentar á viðráðanlegum kjörum.
  • ASÍ-UNG krefst þess að persónuafsláttur verði hækkaður þannig að lágmarkslaun verði skattlaus. 
  • ASÍ-UNG krefst þess einnig að aldurstengd launamismunun verði afnumin með öllu enda er hún klárt brot á mannréttindum. Jafnframt gerir ASÍ-UNG kröfu um að ungt fólk eigi sæti við samningaborðið til þess að tryggja hagsmuni þess. 
  • ASÍ-UNG leggur ríka áherslu á að vinnueftirlit verði aukið og viðurlög vegna brota á vinnustað verði hert. 
  • Þing ASÍ-UNG leggur áherslu á jafnvægi milli einkalífs og vinnu. Brúa þarf bil milli fæðingarorlofs og leikskóla og auka orlofsrétt vegna vetrarfría í skólum. 

5. þing ASÍ-UNG var haldið föstudaginn 14. september. ASÍ-UNG eru samtök ungs fólks á aldrinum 16-35 ára, innan verkalýðshreyfingarinnar sem sér til þess að hagsmunamál ungs fólks á vinnumarkaði séu ávallt á dagskrá Alþýðusambandsins.

 

felagmalaskoli althidu

Uppbókað á námskeiðið

Annar hluti trúnaðarmannanáms stendur trúnaðarmönnum og stjórnarmönnum í aðildarfélögum RSÍ til boða dagana 25. og 26. sept. næstkomandi.

UM NÁMSKEIÐIÐ:
Á námskeiðinu kynnast nemendur starfsemi stéttarfélagsins og réttindum félagsmanna. Einnig læra nemendur á innihald og uppbyggingu kjarasamninga og helstu túlkun þeirra, ásamt lestri launaseðla og uppbyggingu trygginga.

Dagsetning: 25. september - 26. september 2018

Tími: 09:00 - 16:00

Staður: Húsnæði Rafiðnaðarskólans Stórhöfða 27.

Nemendur læra reiknitölur helstu launaliða. Nemendur kynnast grunnuppbyggingu launaseðla og launaútreikninga svo og staðgreiðslu skatta og mikilvægi varðveislu launaseðla. Nemendur kynnast þeim tryggingum sem við höfum í gegnum kjarasamninga, almanntryggingakerfið og uppbygginu og tilgang lífeyrissjóðakerfisins. Nemendur kynnast starfsemi stéttarfélagsins, réttindum félagsmanna. Nemendur læra á innihald og uppbyggingu kjarasamninga og helstu túlkun á þeim. Nemendur kynnast sjóðum félagsins og réttindum félagsmanna í þeim. 

Trúnaðarmenn eiga að vera búnir að fá boð á námskeiðið. Ef einhver hefur ekki fengið póst um málið, hafi viðkomandi samband við skrifstofu RSÍ.

Þeir stjórnarmenn sem hafa hug á að mæta á námskeiðið, hafi samband við skrifstofu RSÍ.

 

rafidnadarsambandid rautt

Vakin er athygli á því að þar sem 1. september ber upp á laugardag þá verður opnað fyrir bókanir í orlofshús okkar á Flórída mánudaginn 3. september kl 9:00

Opnað verður fyrir bókanir tímabilið 1. september 2019 til 28. febrúar 2020. 

Hægt er að bóka sólarhring í senn, að hámarki þrjár vikur.

 

 

malstofa idnarmenn
Málstofa iðnfélaganna verður haldin föstudaginn 7. sept. kl. 10:45 - 11:45 í Hofi, Akureyri.

Í almennri umræðu er talað um að fjórða iðnbyltingin sé hafin
En hvaða áhrif mun hún hafa t.d. á störf iðnaðarmanna í framtíðinni?

Munu róbótar taka yfir störfin?
Eða mun þeir fyrst og fremst breyta þeim og skapa tækifæri til að gera störfin áhugaverðari?

Til að ræða áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar og hvaða tækifæri hún býður iðnaðarmönnum.
Ragnheiður Hrefna Magnúsdóttir forstöðumaður viðhaldsþjónustu hjá Veitum er með framsögu og í pallborði verða fulltrúar frá atvinnulífi, verkmenntaskólum og endurmenntunarstofnunum til að gefa okkur innsýn inn í framtíðina.

Stjórnandi málstofunnar verður Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA

Pallborð: Þór Pálsson, framkvæmdastjóri Rafmenntar, Hildur Elín Vignir framkvæmdastjóri IÐUNNAR fræðsluseturs, Haukur Eiríksson kennari við rafdeild Verkmenntaskólans á Akureyri á brautum í rafvirkjun, rafeindavirkjun, málm- og véltækni, Guðmundur H.Hannesson sölu- og markaðsstjóri Kælismiðjunnar Frost.

kalfatjorn banner

Mótið verður 9 sept á Kálfatjarnavelli á Vatnsleysuströnd og er mæting kl 09,00 og hefst spilið kl 10,00

Mótið er 18 holu Texas scramble og meiga makar og gestir koma með.

Verð er 4000 kr á mann og er súpa og brauð innifalið í verðinu eftir leik.

Skráning (smella hér)

 

 

rafidnadarsambandid2Golfmót iðnaðarmanna fer fram laugardaginn 1. september á Jaðarsvelli á Akureyri. Allir félagsmenn eru velkomnir hvar sem þeir búa en væri að sjálfsögðu sérstaklega ánægjulegt að þeir sem búi á svæðinu skrái sig á mótið sem allra fyrst.

Mæting kl. 12:00 í súpu og ræst verður út kl. 13:00. Skráning fer fram hjá Steindóri Ragnarssyni hjá GA, steindor@gagolf.is og hægt er að setja fram óskir um meðspilara hjá honum.

Mótsgjald er kr. 5.000 og innifalið í því er teiggjöf, spil á vellinum, súpa í hádeginu kl. 12 og matur að loknu spili.

Vegleg verðlaun verða í boði!

Sjáumst!

 

rafidnadarsambandid2Golfmót iðnaðarmanna fer fram laugardaginn 1. september á Jaðarsvelli á Akureyri. Allir félagsmenn eru velkomnir hvar sem þeir búa en væri að sjálfsögðu sérstaklega ánægjulegt að þeir sem búi á svæðinu skrái sig á mótið sem allra fyrst.

Mæting kl. 12:00 í súpu og ræst verður út kl. 13:00. Skráning fer fram hjá Steindóri Ragnarssyni hjá GA, steindor@gagolf.is og hægt er að setja fram óskir um meðspilara hjá honum.

Mótsgjald er kr. 5.000 og innifalið í því er teiggjöf, spil á vellinum, súpa í hádeginu kl. 12 og matur að loknu spili.

Vegleg verðlaun verða í boði!

Sjáumst!

 

rafidnadarsambandid2Nú er farið að bera sífellt meira á því að fyrirtæki eða stofnanir setji launafólki afarkosti um ráðningarform. Þegar starfsmaður er ráðinn til starfa þá er sífellt oftar verið að bjóða viðkomandi að ráða sig inn sem "verktaka" og að launagreiðslur séu þeim mun betri. Við fyrstu sýn þá getur þetta hljómað spennandi, tímakaupið sé jafnvel nokkuð hærra sem verktaki en þegar farið er að rýna í heildardæmið þá er iðulega verið að brjóta alvarlega á viðkomandi!

Ef þú stendur frammi fyrir tilboði sem þessu þá skaltu taka þér smá tíma til að meta hvað þetta þýðir í raun og veru en jafnframt að velta því fyrir þér hvort þetta sé í raun og veru verktaka eða hreinlega gerviverktaka.

Það er mikilvægt að muna að réttindi okkar samanstanda af fjölmörgum þáttum. Við fáum greitt tímakaup eða mánaðarlaun fyrir fullt starf í dagvinnu. Í einum vinnumánuði eru 173,33 klukkustundir í dagvinnu sem eru 8 klst í dagvinnu á dag. Þegar unnið er utan dagvinnutíma skal greiða yfirvinnu fyrir þá vinnu sem er 80% hærri en dagvinnan.

Þessu til viðbótar eigum við rétt á launagreiðslum ef við veikjumst og getur veikindaréttur verið mislangur en ætíð þarf að tryggja tekjur á þessum tíma og starfandi sem verktaki þá þarft þú sjálf/ur að leggja til hliðar launagreiðslur til að tryggja þetta tímabil. Launafólki er jafnframt tryggð laun vegna veikinda barna.

Þú átt rétt á orlofi, allt frá 24 dögum (orlofslaun 10,17%) upp í 30 daga (orlofslaun 13,04%) sumarorlof. Starfandi sem verktaki þá þarftu að gera ráð fyrir þessu og sértu starfandi einn þá þarftu að ákveða hvort þú lokir fyrirtækinu í rúman mánuð á ári og þá þarf að fá slíkt greitt á unnum tíma.

Þú munt þurfa að standa undir tekjulausum klukkustundum því sama hversu vel skipulögð/skipulagður þú ert þá mun alltaf vinnutími falla niður sem ómögulegt er að innheimta.

Sem verktaki þá þarftu jafnframt að standa skil á öllum launatengdum gjöldum. Þú þarft að fá inn tekjur vegna helgidaga / rauðra daga sem eru 17 talsins yfir árið en þar af geta 14 þeirra fallið á virka daga og falla ætíð 7 þeirra alltaf á virka daga, mánudaga, fimmtudaga eða föstudaga. Þessir dagar telja til um það bil 5-6% af vinnutíma ársins.

Við rekstur fyrirtækis telst jafnframt til kostnaður við rekstur á húsnæði, bifreiðum og kostnaður vegna bókhalds svo dæmi séu tekin. Þessi gjöld geta verið mjög breytileg og erfitt að áætla heilt yfir en það er auðvelt að áætla gróft að launatengd gjöld og kostnaður tengdur rekstri sé jafn hár launakostnaðinum sjálfum þannig að útseldur tími þarf að vera að minnsta kosti tvöföld upphæð sem launamaður á að fá greitt á tímann, þegar allir helstu þættir eru taldir saman.

Það er hins vegar svo á þeim dæmum sem fulltrúar RSÍ hafa fengið að sjá að fyrirtækin greiða "verktökum" töluvert mikið lægri "verktakagreiðslur". Því má gera ráð fyrir að fyrirtækin séu að losa sig undan ábyrgð launagreiðenda á þennan hátt. Í mjög mörgum tilfellum má gera ráð fyrir að um sé að ræða hreina gerviverktöku þar sem verkkaupi gerir kröfu um að ákveðin persóna vinni verkefnið. RSÍ hvetur einstaklinga sem eru í sambærilegri stöðu og þetta að skoða sín mál vel og vandlega og hvetjum við fólk í rafiðnaði að senda tölvupóst á verktaki@rafis.is og segja frá raunverulegum dæmum um það hvernig staðan er.

rafidnadarsambandid2Á aðalfundum Rafiðnaðarskólans og Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins urðu breytingar á skipan stjórnanna. Breyting hefur orðið á formennsku í Rafiðnaðarskólanum en Hrafn Guðbrandsson tók við formennsku af Helga Rafnssyni. Hrafn er stjórnarmaður í Félagi íslenskra rafvirkja. Úr stjórn Rafiðnaðarskólans fer Sigurður Sigurðsson sem hefur á síðastliðnum árum sinnt formennsku fyrir hönd RSÍ til skiptis við fulltrúa SART. RSÍ þakkar Sigurði kærlega fyrir góð störf á undanförnum árum.

Stjórnir eru svo skipaðar fulltrúum RSÍ og aðildarfélaga:

Rafiðnaðarskólinn:
Hrafn Guðbrandsson, formaður stjórnar
Hafliði Sívertsen
Varamaður: Ásvaldur Kristjánsson

Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins:
Andri Jóhannesson
Hilmar Guðmannsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?