rafidnadarsambandid2Sambandsstjórnarfundur RSÍ skorar á Birtu lífeyrissjóð og aðra lífeyrissjóði landsins að beita sér með afgerandi hætti fyrir því að fyrirtæki, sem sjóðirnir eiga í, afnemi óhóflegar kaupaaukagreiðslur og árangurstengingar launa til æðstu stjórnenda. Árangurstenging launa og kaupaukagreiðslur verði hófstilltar, gagnsæjar, byggist á langtímamarkmiðum og nái til allra starfsmanna fyrirtækisins.

1.mai2018Ég óska launafólki innilega til hamingju með daginn! 1. maí er dagurinn okkar og það er skylda okkar að safnast saman í kröfugöngur og láta í okkur heyra. Við vitum að með samstöðunni náum við árangri. Með því að beina spjótum okkar í sömu átt skilar okkur meiri árangri en með ósamlyndi. Það er okkar hlutverk að hlusta á hvort annað og fara fram með kröfurnar okkar í komandi kjaraviðræðum. 

Ég hlakka til að sjá ykkur í kröfugöngunum í dag og hvet ykkur til þess að mæta í sameiginlegt kaffi verkalýðsfélaganna á Stórhöfða sem haldið verður á Stórhöfða 27. Einnig er rétt að vekja athygli á því að samkomur eru víðsvegar um landið sem félagsmenn eru hvattir til þess að sækja.

Kristján Þórður

rafidnadarsambandid2Þann 1. maí 2018 hækka laun á almennum vinnumarkaði um 3%. Þetta þýðir að laun sem greidd eru út eftirá koma til með að hækka í útborgun sem framkvæmd er um mánaðarmótin maí/júní. Við hvetjum félagsmenn eindregið til þess að fylgjast með því að laun hækki og að öll laun hækki sem þessu nemur. Lægstu laun geta verið að hækka meira hlutfallslega.

rafidnadarsambandid2í dag, þann 28. apríl er aðgerðardagur alþjóðlegra samtaka launafólks þar sem þeirra starfsmanna er minnst sem hafa slasast eða látist í vinnuslysum. Sambandsstjórnarmenn RSÍ létu ekki sitt eftir liggja og styðja þau félög sem eru í baráttu við LafargeHolcim þar sem eingöngu er farið fram á að fyrirtækið bæti stöðu í heilbrigðis- og öryggismálum og tryggi öryggi starfsmanna. 

Á síðustu tveimur árum hafa yfir 150 manns látið lífið við vinnu hjá LafargeHolcim en það er eingöngu toppurinn á ísjakanum því fleiri hafa slasast illa við vinnu og búa starfsmenn við óöruggt vinnuumhverfi þrátt fyrir að fyrirtækið hafi sagst ætla að bæta stöðu starfsmanna.

Sambandsstjórn RSÍ sendir því skilaboðin: "keep your word: RESPECT WORKERS LIVES!"

BWI LafargeHolcim2018

 

rafidnadarsambandid rautt 1mai 2018

Dagskrá hátíðahalda 1. maí

Rafiðnaðarsamband Íslands hvetur alla félagsmenn til að sýna samstöðu og mæta á hátíðahöld í tilefni dagsins sem haldin eru víðsvegar um landið.(smella hér)

Rafiðnaðarsambandið býður félagsmönnum og gestum þeirra upp á kaffiveitingar á Stórhöfða 27, 1 hæð gengið inn Grafarvogsmegin, að loknum hátíðahöldum.

Rafiðnaðarfélag Norðurlands býður félagsmönnum á Akureyri og nærsveitum upp á kaffi í Hofi að loknum hátíðahöldum. 

Dagskrá 1. maí hátíðahaldanna í Reykjavík 2018 verður sem hér segir:

  • Safnast saman á horni Laugavegar og Snorrabrautar klukkan 13:00
  • Kröfugangan hefst klukkan 13:30
  • Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika í göngunni
  • Útifundur á Ingólfstorgi settur klukkan 14:10
  • Dagskrá útifundar: 
  • Síðan skein sól
  • Ræða: Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR
  • Ræða: Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM
  • Heimilistónar
  • Samsöngur – Maístjarnan og Internasjónalinn

Fundarstjóri: Þórarinn Eyfjörð

Öll dagskráin verður táknmálstúlkuð og Kolbrún Völkudóttir mun syngja á táknmáli í tónlistaratriðum

Orlof 2018

 

Orlofsuppbótin greiðist þann 1.júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu.

Orlofsuppbót 2018 á almenna markaðnum....... kr. 48.000

Orlofsuppbót greiðist með launagreiðslu 1. Júní 2018. Fjárhæð orlofsuppbótar er ákveðin í kjarasamningi en á almenna kjarasamningi RSÍ og SA/SART er hún 48.000 kr. Sú fjárhæð miðast við fullt starf en uppbótin greiðist hlutfallslega ef starfsmaður hefur unnið hluta ársins eða er í hlutastarfi. Allir sem eru í starfi fyrstu viku í maí eða hafa starfað samfellt í 12 vikur hjá sama aðila á sl. 12 mánuðum eiga rétt á uppbótinni.

Þá er orlofstíminn hafinn og rétt að árétta helstu reglur er snúa að orlofi. Reglur um orlof eru annars vegar í kjarasamningi og hins vegar í lögum. Lágmarksorlof miðað við fullt starf er 24 dagar og hækkar upp í 30 daga eftir starfsaldri. Nánar má lesa um ávinnslu í kjarasamningi. Starfsmenn eiga rétt á því að taka a.m.k. 20 virka daga í orlof á tímabilinu 2. maí til 15. september, í einu lagi kjósi þeir svo. Atvinnurekandi á að reyna að verða við óskum starfsmanns um orlof. 

Hér er einungis tæpt á helstu reglum um orlof og orlofsuppbót. Ef  einhverjar spurningar vakna hafið samband við skrifstofu RSÍ.

asi rautt 1mai 2018

Sterkari saman

Verkalýðshreyfingin á Íslandi varð til í lok 19. aldar þegar verkafólk hóf að skipuleggja sig í stéttarfélög. Það áttaði sig á aflinu sem bjó í fjöldanum og samtöðunni og gerði hvað það gat til að virkja það afl. Frá þeim tíma hefur sameinuð verkalýðshreyfing barist fyrir réttindum og kjörum launafólks á Íslandi með þeim árangri að óvíða í heiminum er staða fólks á vinnumarkaði sterkari en hér. Þar leikur samstaðan lykilhlutverk. 

Nú horfum við hins vegar upp á vaxandi misskiptingu tekna og auðs í samfélaginu. Alþingismenn, embættismenn ríkisins og stjórnendur fyrirtækja taka launahækkanir langt umfram venjulegt launafólk og skattar eru lækkaðir á stóreignafólk. Á sama tíma taka stjórnvöld kaupmáttaraukninguna frá hinum lægst launuðu með skattahækkunum og skerðingu bóta. 

Það er verk að vinna fyrir samhenta og samstæða verkalýðshreyfingu. Við erum fámenn þjóð í gjöfulu landi og það verður að skipta gæðunum af sanngirni. Við höfum vopnin og við höfum aflið ef við stöndum saman.

Eftir harðvítugt sex vikna verkfall árið 1955 náðist sigur á ýmsum sviðum verkalýðsbaráttunnar og atvinnuleysistryggingum var komið á. Þá var skrifað stóru letri á forsíðu Vinnunnar, blaðs ASÍ: 

Sterk og sameinuð verkalýðssamtök höfðu varið rétt sinn með sæmd ok komu heil hildi frá.

 

 

rafidnadarsambandid rautt

Útilegukortið er komið í sölu. Verð til félagsmanna kr. 13.000. Hægt er að kaupa kortið á skrifstofu RSÍ eða panta í gegnum orlofsvefinn og fá sent heim

 

 

 

 

 

 

 

ftr

Aðalfundur FTR verður haldinn miðvikudaginn 18. apríl 2018, kl. 17.00, á Stórhöfða 31, fjórðu hæð

DAGSKRÁ:

1. Skýrsla stjórnar.

2. Samþykkt reikninga

3. Lagabreytingar.

4. Kosningar.

5. Tillaga að sameiningu við
    Félag sýningarmanna við kvikmyndahús.

9. Önnur mál.

Reykjavík 7. apríl 2018

Kveðja, stjórnin

 

felag rafeindavirkja

Aðalfundur Félags rafeindavirkja verður haldinn miðvikudaginn 18. apríl 2018 kl. 17:30 á Stórhöfða 27, gengið inn að neðanverðu. (Grafarvogs megin) Logo FRV 50 ara small

Dagskrá:

• Venjuleg aðalfundarstörf.

• Kosning fulltrúa í fulltrúaráð Birtu, lífeyrissjóðs.

• Önnur mál.

Reykjavík 7. apríl 2018

Stjórn Félags rafeindavirkja