Fréttir frá 2018

10 29. 2018

Sanngjarnara skattkerfi!

rafidnadarsambandid2Þing ASÍ kallaði eftir skýrum áherslubreytingum í samfélaginu. Við viljum mjög breytt skattkerfi þar sem skattur á þá tekjuhæstu verður hækkaður verulega, skattar þeirra sem eru á lægstu laununum og millitekjum verði lækkaður.

Það er bráðnauðsynlegt að hækka verulega fjármagnstekjuskatt því það er galið að þeir sem eiga fjármagnið þurfi ekki að leggja jafn mikið til samfélagsins. Það er galið að þeir sem greiða lágan tekjuskatt en eiga og lifa á fjármagnstekjum skuli nánast ekki leggja neitt til sveitarfélaga í formi útsvars.

Sanngjarnara skattkerfi á að stuðla að betra samfélagi.

Þegar talað er um skattkerfið er einnig rétt að bæta stöðu barnafólks og þeirra sem greiða háa leigu eða háa vexti. Efling barnabóta sem og endurreisn vaxtabótakerfisins geta verið leiðir til þess að jafna stöðu landsmanna.

Kristján Þórður Snæbjarnarson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?