Fréttir frá 2018

10 29. 2018

Ný forysta ASÍ

asi bleikur

Á nýafstöðnu þingi ASÍ var okkar maður, Kristján Þórður Snæbjarnarson kjörinn 2. varaforseti ASÍ. Við erum ánægð með okkar mann,  en hann fékk engin mótframboð og því sjálfkjörinn. Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins var kjörin nýr forseti ASÍ með 65.8% greiddra atkvæða en Sverrir Mar Albertsson framkvæmdastjóri Afls forsertarstarfsgreinafélags var einnig í framboði. Drífa er fyrsta konan til að gegna embættinu í 102 ára sögu sambandsins. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness var kjörinn 1. varaforseti með 59.8% greidda atkvæða en Guðbrandur Einarsson formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja og formaður Landssambands Íslenzkra verslunarmanna var einnig í framboði. 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?