Fréttir frá 2018

08 29. 2018

Trúnaðarmannanám 2.hluti

felagmalaskoli althidu

Uppbókað á námskeiðið

Annar hluti trúnaðarmannanáms stendur trúnaðarmönnum og stjórnarmönnum í aðildarfélögum RSÍ til boða dagana 25. og 26. sept. næstkomandi.

UM NÁMSKEIÐIÐ:
Á námskeiðinu kynnast nemendur starfsemi stéttarfélagsins og réttindum félagsmanna. Einnig læra nemendur á innihald og uppbyggingu kjarasamninga og helstu túlkun þeirra, ásamt lestri launaseðla og uppbyggingu trygginga.

Dagsetning: 25. september - 26. september 2018

Tími: 09:00 - 16:00

Staður: Húsnæði Rafiðnaðarskólans Stórhöfða 27.

Nemendur læra reiknitölur helstu launaliða. Nemendur kynnast grunnuppbyggingu launaseðla og launaútreikninga svo og staðgreiðslu skatta og mikilvægi varðveislu launaseðla. Nemendur kynnast þeim tryggingum sem við höfum í gegnum kjarasamninga, almanntryggingakerfið og uppbygginu og tilgang lífeyrissjóðakerfisins. Nemendur kynnast starfsemi stéttarfélagsins, réttindum félagsmanna. Nemendur læra á innihald og uppbyggingu kjarasamninga og helstu túlkun á þeim. Nemendur kynnast sjóðum félagsins og réttindum félagsmanna í þeim. 

Trúnaðarmenn eiga að vera búnir að fá boð á námskeiðið. Ef einhver hefur ekki fengið póst um málið, hafi viðkomandi samband við skrifstofu RSÍ.

Þeir stjórnarmenn sem hafa hug á að mæta á námskeiðið, hafi samband við skrifstofu RSÍ.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?