Fréttir frá 2018

08 29. 2018

Málstofa iðnfélaganna

malstofa idnarmenn
Málstofa iðnfélaganna verður haldin föstudaginn 7. sept. kl. 10:45 - 11:45 í Hofi, Akureyri.

Í almennri umræðu er talað um að fjórða iðnbyltingin sé hafin
En hvaða áhrif mun hún hafa t.d. á störf iðnaðarmanna í framtíðinni?

Munu róbótar taka yfir störfin?
Eða mun þeir fyrst og fremst breyta þeim og skapa tækifæri til að gera störfin áhugaverðari?

Til að ræða áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar og hvaða tækifæri hún býður iðnaðarmönnum.
Ragnheiður Hrefna Magnúsdóttir forstöðumaður viðhaldsþjónustu hjá Veitum er með framsögu og í pallborði verða fulltrúar frá atvinnulífi, verkmenntaskólum og endurmenntunarstofnunum til að gefa okkur innsýn inn í framtíðina.

Stjórnandi málstofunnar verður Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA

Pallborð: Þór Pálsson, framkvæmdastjóri Rafmenntar, Hildur Elín Vignir framkvæmdastjóri IÐUNNAR fræðsluseturs, Haukur Eiríksson kennari við rafdeild Verkmenntaskólans á Akureyri á brautum í rafvirkjun, rafeindavirkjun, málm- og véltækni, Guðmundur H.Hannesson sölu- og markaðsstjóri Kælismiðjunnar Frost.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?