Fréttir frá 2018

06 11. 2018

Fjölskylduhátíð RSÍ 22.-24. júní

Salin30 2018 Banner1

Líkt og undanfarin ár verður fjölskylduhátíð RSÍ haldin að Skógarnesi við Apavatn og þetta árið ber hátíðina upp á helgina 22. - 24. júní. Hátíðin hefur notið gríðarlegra vinsælda meðal félagsmanna enda sniðin að því að skemmta félagsmönnum og gestum þeirra. Hátíðin í ár verður með hefðbundnu sniði, fjölbreytt að vanda og í nógu að snúast fyrir börn og fullorðna. Bíóleikurinn vinsæli verður á sínum stað strax á laugardagsmorgninum, skátar mæta svo upp úr klukkan 11 með leiktæki. Viðavangshlaupið verður að venju kl 13 og að því loknu verður öllum boðið upp á hressingu. Eftir hádegi verður keppt í körfubolta, fótbolta og pútti. Einnig verður veiðikeppni og verðlaun veitt fyrir stærsta fiskinn. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Á svæðinu verður komið upp tjaldi með skjá svo enginn ætti að missa af leikjum á HM. Um kvöldið verður svo slegið upp balli og hljómsveitin Sálin mun skemmta gestum til kl. 23:30.

Í ár fagna tvö aðildarfélög RSÍ stórafmæli. Félag rafeindavirkja var stofnað 1968 og er því 50 ára og Félag tæknifólks í rafiðnaði fagnar 25 ára afmæli. Að sjálfsögðu bjóða félögin gestum sínum upp á afmælisköku í tilefni tímamótanna.

 

                                                                             FRV50ara          FTR25ara

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?