Fréttir frá 2018

04 28. 2018

LafargeHolcim: Keep your word: RESPECT WORKERS LIVES!

rafidnadarsambandid2í dag, þann 28. apríl er aðgerðardagur alþjóðlegra samtaka launafólks þar sem þeirra starfsmanna er minnst sem hafa slasast eða látist í vinnuslysum. Sambandsstjórnarmenn RSÍ létu ekki sitt eftir liggja og styðja þau félög sem eru í baráttu við LafargeHolcim þar sem eingöngu er farið fram á að fyrirtækið bæti stöðu í heilbrigðis- og öryggismálum og tryggi öryggi starfsmanna. 

Á síðustu tveimur árum hafa yfir 150 manns látið lífið við vinnu hjá LafargeHolcim en það er eingöngu toppurinn á ísjakanum því fleiri hafa slasast illa við vinnu og búa starfsmenn við óöruggt vinnuumhverfi þrátt fyrir að fyrirtækið hafi sagst ætla að bæta stöðu starfsmanna.

Sambandsstjórn RSÍ sendir því skilaboðin: "keep your word: RESPECT WORKERS LIVES!"

BWI LafargeHolcim2018

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?