Fréttir frá 2018

04 8. 2018

Styrkveitingar - sendið inn styrkbeiðnir

rafidnadarsambandid2Dagana 27. og 28. apríl verður sambandsstjórnarfundur RSÍ haldinn á Akureyri. Fundurinn er árlegur fundur þar sem meðal annars verða veittir veglegir styrkir til góðra málefna. Leitast er við að styrkja góðgerðarmál á viðkomandi stað eða landssvæði og því er tilvalið fyrir samtök á Akureyri eða á Norðurlandi að senda inn styrkbeiðnir þar sem sagt er frá því málefni sem óskað er eftir styrk til fjármögnunar. Rétt er að vekja athygli á að styrkir eru ekki veittir til almenns rekstrar heldur er æskilegt að um sérstök verkefni sé að ræða.
 
Félagsmenn og aðrir áhugasamir eru hvattir til þess að senda inn styrkbeiðnir á sigrun@rafis.is en beiðnir þurfa að berast eigi síðar en kl. 16 þann 26. apríl næstkomandi.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?