Fréttir frá 2018

04 5. 2018

Andlát - Óskar Hallgrímsson

kross Þær sorgarfréttir bárust okkur í vikunni að Óskar Hallgrímsson, fyrsti formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, er látinn. Óskar var formaður Félags íslenskra rafvirkja áður en Rafiðnaðarsambandið var stofnað og var Óskar helsti hugmyndasmiðurinn að stofnun sambandsins og því hvernig uppbygging þess er enn þann daginn í dag. Óskar var alla tíð mikið tengdur við félagsmál þó svo hann hafi farið yfir á annan starfsvettvang. 

Efst í huga okkur er gríðarlegt þakklæti fyrir hans framlag til samtakanna og samfélagsins alls í gegnum tíðina. Við vottum fjölskyldu Óskars okkar dýpstu samúðar. 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?