Fréttir frá 2018

03 28. 2018

Hagkaup hækkar páskaeggin mest milli ára

asiÍ heildina litið hefur verð á páskaeggjum hækkað lítið síðan í fyrra og í raun er algengara að verð hafi lækkað lítillega eða staðið í stað. Undantekningin á þessu eru verðhækkanir í Hagkaup en þar hækka 7 páskaegg af 15, mesta verðhækkunin er 26% eða 700 kr. á Freyju ríseggi nr. 9, næst mesta 25% eða 350 kr. á Góu páskaeggi með lakkrís nr. 4. Taka skal fram að nokkur páskaeggjanna í Hagkaup voru ekki verðmerkt eða ekki til og því ekki hægt að gera verðsamanburð á þeim milli ára. 

Litlar eða engar hækkanir í öðrum verslunum
Mest lækka páskaeggin í Nettó en þar lækka 10 páskaegg í verði af þeim 15 sem voru skoðuð. Mesta lækkunin er 12% á sterku Freyju djúpeggi nr. 9. Næst mesta verðlækkunin er 9% en bæði Nóa Siríus páskaegg nr. 5 og Freyju draumaegg nr. 10 lækka um 9% í verði milli ára. 

Í öðrum verslunum má finna smávægilegar hækkanir og lækkanir á víxl og í mörgum tilfellum stendur verðið í stað síðan í fyrra.  

Borið var saman verð í verðkönnunum verðlagseftirlits ASÍ þann 6. apríl 2017 og þann 20. mars 2018. Kannanirnar ná til eftirtalinna verslana; Bónus, Krónunnar, Nettó, Fjarðarkaupa, Hagkaupa og Iceland. Víðir er ekki með í verðsamanburði milli ára þar sem engin páskaegg voru í boði í þeirri verslun árið 2018. 

Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.

Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?