Fréttir frá 2018

03 2. 2018

98.557 kr. munur á fasteignagjöldum fyrir 100 fm íbúð í fjölbýli

asi rautt

Verðlagseftirlit ASÍ hefur kannað þær breytingar sem orðið hafa á álagningu á fasteignagjöldum og útsvari milli áranna 2017 og 2018 í 15 fjölmennustu sveitarfélögum landsins. Þar að auki hefur verðlagseftirlitið gert samanburð á fasteignagjöldum milli sveitarfélaga með því að reikna fasteignagjöld út frá fasteigna- og lóðamati og tekið þannig saman dæmi um fasteigangjöld í nokkrum stærðum íbúða miðað við nýjustu tölur um fasteignamat. 

Niðurstöðurnar eru áhugaverðar og sýna að mikill munur getur verið á fasteignagjöldum milli ára þrátt fyrir að um sé að ræða jafn stórar íbúðir. Fasteignagjöldin leggjast misjafnlega á hópa eftir því hvort um er að ræða fjölbýli eða sérbýli og eins eftir því hversu stór eignin er og geta fasteignagjöld því komið vel út fyrir ákveðinn hóp í einhverju sveitarfélaginu en illa fyrir næsta hóp í sama sveitarfélagi.

Lesa meira (smella hér)

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?