Fréttir frá 2018

02 28. 2018

Kjarasamningum ekki sagt upp

rafidnadarsambandid2Í dag komst formannafundur ASÍ að þeirri niðurstöðu að það ætti ekki að segja kjarasamningum upp. Þetta eru gríðarleg vonbrigði því afstaða RSÍ hefur verið mjög skýr og kom mjög skýrt fram í umræðum á formannafundinum. Ljóst er að fundurinn skiptist í tvo hópa og aftur varð skoðun RSÍ undir í atkvæðagreiðslunni.

Ljóst er að misskipting í samfélaginu er orðin verulega mikil og efsta lag samfélagsins tekur það til sín sem þeim sýnist. Nú hefði verið ráð að grípa til aðgerða enda klárt mál að staðan er langt frá því að vera ásættanleg!

Samninganefnd RSÍ hefur staðið í undirbúningi fyrir samningalotuna frá því í maí á síðasta ári en svo virðist sem önnur félög innan ASÍ hafi ekki undirbúið sig neitt og því töldu of margir formenn að æskilegt væri að bíða með uppsögn og tíma til undirbúnings.

Samningar munu halda gildi sínu út þetta ár, næstu tíu mánuðina, og augljóst er að á þeim tíma þarf að halda vel á málum!

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?