Fréttir frá 2018

02 11. 2018

Veðurstöð á Skógarnesi við Apavatn

orlofslogNú þegar veðrið er sem allra verst svona yfir háveturinn þá getur verið áhugavert að fylgjast með því hvernig veðrið er á Skógarnesi við Apavatn. Rafiðnaðarsambandið setti upp veðurmælingastöð á orlofssvæðinu sem er opin og aðgengileg öllum sem hafa áhuga á veðri. Það getur alltaf komið sér vel í kaffisamlæti að ræða veðrið þegar lítið annað er að ræða... Einnig gott að geta sýnt fram á hvar besta veðrið er yfir sumartímann. Áhugasamir geta því smellt hér og rýnt í veðurupplýsingarnar hjá okkur. Við hvetjum alla til að halda kyrru fyrir og ana ekki út í veðrið því vegir eru víða lokaðir, bæði á Suðurlandi, Suðvesturhorni landsins og innan höfuðborgarinnar. Best er að fylgjast vel með ráðleggingum Lögreglunnar og Vegagerðarinnar.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?