Fréttir frá 2018

01 21. 2018

Könnun vegna endurskoðunar kjarasamninga í febrúar

rafidnadarsambandid2Í febrúar koma forsendur kjarasamninga til endurskoðunar og hefur tölvupóstur verið sendur á alla félagsmenn RSÍ sem eru með netfang skráð í félagakerfi RSÍ þar sem óskað er eftir viðhorfi félagsmanna. Við hvetjum félagsmenn til að taka þátt í þessari viðhorfskönnun enda mun afstaða félagsmanna móta afstöðu sem RSÍ fer með inn á borð hjá Alþýðusambandi Íslands.

Rétt er að taka fram að ef samningum verður sagt upp þá falla þeir úr gildi í lok febrúar og launahækkun sem á að koma 1. maí 2018, upp á 3%, fellur niður.

Verði samningum ekki sagt upp þá gilda þeir til 31. desember 2018 eða út þetta ár. Takið þátt í þessari könnun og mótið stefnu okkar við samningaborðið. 

Ef þú hefur ekki fengið sendan tölvupóst kíktu þá inn á "mínar síður" hjá RSÍ og farðu yfir hvaða netfang er skráð í kerfið hjá okkur.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?