Fréttir frá 2018

01 16. 2018

Afmælisár Félags rafeindavirkja

FRV50bordi2

Árið 2018 er mikið afmælisár hjá rafeindavirkjum og félögum þeirra.

Útvarpsvirkjar stofnuðu Félag útvarpsvirkja fyrir réttum 80 árum, þann 10. janúar 1938 og var það fagfélag sveina og meistara. 

Fyrir 50 árum síðan, 6. nóvember 1968, var stofnað Sveinafélag útvarpsvirkja sem var stéttarfélag sveina. 5. júní 1980 var nafni félagsins breytt í Sveinafélag rafeindavirkja sem var síðan eitt af félögunum sem sameinuðust í Félagi rafeindavirkja. 

Félag rafeindavirkja var síðan stofnað fyrir réttum 30 árum síðam þann 16. janúar 1988 og varð til við sameiningu stéttarfélaga útvarpsvirkja, símvirkja og skriftvélavirkja . 

Félagið er eitt af aðildarfélögum Rafiðnaðarsambands Íslands. 

Félag rafeindavirkja áformar að minnast þessara merku tímamóta í sögu félagsins 6. nóvember næstkomandi, sem verður auglýst síðar.

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?