asi rautt

Kjararáð fór í ákvörðunum sínum um kjör æðstu stjórnenda ríkisins, langt umfram viðmið rammasamkomulags aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda frá 2015. Ákvarðanir þess voru óskýrar, ógagnsæjar og samræmast ekki fyrirmælum í lögum um störf þess. 

Starfshópur sem skipaður var til að fjalla um málefni kjararáðs 23. Janúar sl. er sammála um að leggja kjararáð niður og taka upp nýtt, opið, fyrirsjáanlegt og gagnsætt kerfi til ákvörðunar launum æðstu stjórnenda ríkisins.

Einnig þarf að bregðast við útafkeyrslu kjararáðs. ASÍ vill að það sé gert strax og laun forseta, ráðherra, þingmanna, ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra verði með lögum tekin niður sem nemur útafkeyrslunni en fylgi eftir það almennri launaþróun. Meirihluti starfshópsins vill einnig bregðast við en fara aðra leið, þ.e. að laun æðstu embættismanna verði „fryst“ (taki engum hækkunum) þar til þau ná viðmiðum rammasamkomulagsins. 

Frysting launa æðstu stjórnenda ríkisins gæti varað út árið 2018 fyrir suma en nokkur ár fyrir þá sem fengu mesta hækkun. ASÍ telur að með því að fara þessa leið haldi þessi hópur ekki einasta launum upp á 671 milljónir króna vegna hækkana kjararáðs, sem þegar hefur verið greidd, heldur fái til 378 miljónir til viðbótar vegna þessarar sömu útafkeyrslu þar til frystingunni líkur. Í heild munu hækkanir kjararáðs kosta ríkissjóð 1.3 milljarða. Ef tillaga ASÍ næði hins vegar fram um lækkun á launum æðstu embættismanna ríkisins mætti spara ríkissjóði 473 milljónir króna.

ITUC atak gegn edited 2

Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) telur að 35% kvenna yfir 15 ára aldri, alls 818 milljónir kvenna í heiminum öllum, hafi upplifað kynferðislegt ofbeldi, heimilisofbeldi eða ofbeldi á vinnustað. Þetta er óásættanleg staða og því hefur Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC) blásið til 23 daga átaks til að vekja athygli á málinu.

Herferðin
Það verða engin sómasamleg störf til þar sem ofbeldi þrífst á vinnustað. Þrátt fyrir það eru ekki til lög á alþjóðlegum grunni sem uppræta ofbeldi og áreitni að neinu marki. Kynbundið ofbeldi er enn í dag eitt algengasta form mannréttindabrota sem látið er viðgangast. Það þarf að breytast og vitundarvakning um stöðu mála er fyrsta skrefið. Í júní næst komandi verður haldið þing Alþjóða vinnumálastofnunarinnar (ILO) þar sem baráttan gegn kynbundnu ofbeldi verður sett á oddinn.

Markmiðið með herferð ITUC er að:

Byggja upp móralskan stuðning fyrir þing Alþjóða vinnumálastofnunarinnar (ILO) þar sem ofbeldi á vinnustað verður til umfjöllunar með áherslu á kynbundið ofbeldi.

Styðja stéttarfélög í því að útrýma kynbundnu ofbeldi af vinnustöðum í þeirra nærumhverfi.

Það eru aðeins nokkrir mánuðir til stefnu til að sannfæra ríkisstjórnir heimsins að styðja bindandi tillögu sem vonandi verður samþykkt á ILO-þinginu um að ráðist verði að því meini sem kynbundið ofbeldi er í eitt skipti fyrir öll. Herferðin hefst í dag, 14. febrúar með svokölluðum V-degi sem snýst um baráttuna gegn ofbeldi gegn konum og stúlkum, og því líkur þann 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.

Nánar má lesa um átakið hér.

https://www.ituc-csi.org/23days 

rafidnadarsambandidRafiðnaðarsamband Íslands stóð fyrir viðhorfskönnun á meðal félagsmanna til þess að fá fram afstöðu þeirra til þess hvað eigi að gera við endurskoðun kjarasamninganna sem fram fer fyrir lok þessa mánaðar. Ljóst er að forsendur brustu fyrir ári síðan en ákveðið var á þeim tímapunkti að fresta ákvörðun til þessa árs. Var það samninganefnd ASÍ sem náði samkomulagi við Samtök atvinnulífsins um þá frestun. 

Meirihluti félagsmanna RSÍ vilja að kjarasamningum verði sagt upp núna enda skýr forsendubrestur. Helstu þættir sem félagsmenn eru ósáttir við er fyrst að nefna ákvarðanir kjararáðs á undanförnum árum og eru að stuðla að gríðarlegri misskiptingu í samfélaginu. Þessum úrskurðum verður að breyta! Þessi þáttur er lang veigamestur. Menn vilja jafnframt sjá breytingar á skattgreiðslum svo dæmi séu nefnd. Nú er verkefnið í höndum samninganefndar ASÍ um hver endanleg niðurstaða verður í samtökunum en unnið er að því að ná fram ásættanlegum breytingum. Endanlegrar niðurstöðu er að vænta í lok febrúar en eins og staðan er í dag þá er ákvörðunin í höndum sameiginlegrar samninganefndar aðildarfélaga ASÍ. 

Birta logo lit

Valnefnd launamanna Birtu lífeyrissjóðs auglýsir nú eftir fulltrúum til að taka sæti í stjórn sjóðsins.

Ný stjórn Birtu lífeyrissjóðs verður kjörin á ársfundi 2. maí 2018. Valnefnd launamanna í sjóðnum auglýsir nú eftir fulltrúum til að taka sæti í stjórninni kjörtímabilin 2018-2019 og 2018-2020.

Fulltrúaráð launamanna Birtu kýs tvo stjórnarmenn til tveggja ára og tvo til eins árs auk varamanns til tveggja ára og varamanns til eins árs.

Þeir sem áhuga hafa á að gefa kost á sér til stjórnarsetu sendi umsókn ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi og starfsferilsskrá á tölvupóstfangið valnefnd@birta.is fyrir kl. 16 þriðjudaginn 20. febrúar 2018.

Umsækjendur skili jafnframt útfylltu umboði sem veitir valnefndinni og þeim sem starfa í umboði hennar heimild til að nálgast fjárhagslegar upplýsingar og aðrar opinberar upplýsingar um viðkomandi í tengslum við mat á hæfi til setu í stjórn sjóðsins.

Frekari upplýsingar (smella hér)

rafidnadarsambandidÞað var mjög áhugavert viðtal við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins á Bylgjunni í morgun þar sem hann lýsti því yfir að stéttarfélögin stæðu í vegi fyrir því að mögulegt væri að stytta vinnuvikuna. Nú þekki ég ekki nákvæmlega hvaða tilvik hafa verið í vinnslu síðustu vikur eða mánuði á milli Samtaka atvinnulífsins (SA) og stéttarfélaga en ég man vel upplegg SA í kjaraviðræðum sem fóru fram 2015. Í þeirri samningalotu var nokkuð tekist á um styttingu vinnuvikunnar. 

Stéttarfélögin vildu leita leiða til að stytta vinnuvikuna og hækka dagvinnulaun þannig að fólk gæti dregið úr því að vinna yfirvinnu þ.e.a.s. að mögulegt væri að lifa af dagvinnulaunum einum saman. Það þýðir ekki að launafólk stýri því sjálft hversu mikla yfirvinnu það getur fengið en augljóst er að fólk reynir að bjarga sér og sækir oft þá vinnu sem er í boði.

Markmið SA var hins vegar að lengja dagvinnutímabilið, sem sagt að heimilt væri að vinna á dagvinnutaxta á lengra tímabili á hverjum degi. Þar var fyrst og fremst horft til starfa í ferðamannaiðnaðinum og vinnu á Keflavíkurflugvelli svo dæmi sé tekið. Markmiðið var sem sagt að gera öll störf sem tengjast flugi þannig úr garði gerð að í stað þess að starfsmönnum sé greidd yfirvinna eða vaktaálag þá skyldi fyrirtækjum vera heimilt að greiða dagvinnu á þeim tíma sem flestar flugvélar koma til landsins svo dæmi sé tekið. 

Jafnframt var það uppleggið að lækka gjaldið fyrir yfirvinnu sem mun gera það að verkum að fyrirtæki veigra sér síður við að ráða fólk í yfirvinnu þar sem yfirvinnan er ódýrari. Það er þvert á það sem frændur okkar Norðmenn gera en þeir greiða vissulega lægra gjald fyrir fyrstu tvo yfirvinnutímana en tvöfalda síðan yfirvinnugreiðsluna eftir það og það dregur verulega úr því að fyrirtæki fái starfsmenn til að vinna yfirvinnuna. Slíkt fyrirkomulag gæti virkað hjá okkur en SA hafa hingað til ekki viljað ræða þá leið.

Ég þekki ekki það stéttarfélag sem setur sig á móti styttingu vinnuvikunnar en þau eru nokkuð mörg sem setja sig upp á móti því að gera störfin verr launuð. Markmið okkar er að auka lífsgæðin með betri launakjörum.

Rafiðnaðarsambandið (RSÍ) er mjög áhugasamt um styttingu vinnuvikunnar og ekki er ólíklegt að krafa verði um það í næstu samningum. RSÍ tekur þátt í tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg um styttingu vinnuvikunnar.

Kristján Þórður Snæbjarnarson

Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands

orlofslogNú þegar veðrið er sem allra verst svona yfir háveturinn þá getur verið áhugavert að fylgjast með því hvernig veðrið er á Skógarnesi við Apavatn. Rafiðnaðarsambandið setti upp veðurmælingastöð á orlofssvæðinu sem er opin og aðgengileg öllum sem hafa áhuga á veðri. Það getur alltaf komið sér vel í kaffisamlæti að ræða veðrið þegar lítið annað er að ræða... Einnig gott að geta sýnt fram á hvar besta veðrið er yfir sumartímann. Áhugasamir geta því smellt hér og rýnt í veðurupplýsingarnar hjá okkur. Við hvetjum alla til að halda kyrru fyrir og ana ekki út í veðrið því vegir eru víða lokaðir, bæði á Suðurlandi, Suðvesturhorni landsins og innan höfuðborgarinnar. Best er að fylgjast vel með ráðleggingum Lögreglunnar og Vegagerðarinnar.

hr feb

Fyrirtæki kynna sig fyrir háskólanemumIMG 1100

Framadagar AIESEC eru haldnir árlega í HR með það að markmiði að gefa háskólanemum tækifæri til að kynna sér fyrirtæki og fjölbreytta möguleika á sumarstörfum, framtíðarstörfum eða verkefnavinnu. Framadagar AIESEC eru einnig góð leið fyrir fyrirtæki að hitta tilvonandi framtíðarstarfsmenn. 

Vefur Framadaga (smella)

 

rafidnadarsambandid2Í dag þann 5. febúar var skrifað undir samkomulag á milli RSÍ og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs um útfærslu á launaþróunatryggingu félagsmanna sem vinna eftir kjarasamingi RSÍ og Ríkissjóðs. Hækkun upp á 1,8% gildir frá 1. janúar 2017 sem hækkar launatöflu frá þeim tíma. Endurreikningur verður framkvæmdur og vonast er til að hann komi til greiðslu þann 1. mars 2018.

rafidnadarsambandid2Í febrúar koma forsendur kjarasamninga til endurskoðunar og hefur tölvupóstur verið sendur á alla félagsmenn RSÍ sem eru með netfang skráð í félagakerfi RSÍ þar sem óskað er eftir viðhorfi félagsmanna. Við hvetjum félagsmenn til að taka þátt í þessari viðhorfskönnun enda mun afstaða félagsmanna móta afstöðu sem RSÍ fer með inn á borð hjá Alþýðusambandi Íslands.

Rétt er að taka fram að ef samningum verður sagt upp þá falla þeir úr gildi í lok febrúar og launahækkun sem á að koma 1. maí 2018, upp á 3%, fellur niður.

Verði samningum ekki sagt upp þá gilda þeir til 31. desember 2018 eða út þetta ár. Takið þátt í þessari könnun og mótið stefnu okkar við samningaborðið. 

Ef þú hefur ekki fengið sendan tölvupóst kíktu þá inn á "mínar síður" hjá RSÍ og farðu yfir hvaða netfang er skráð í kerfið hjá okkur.

 

rafidnadarsambandid bleikur

 

Minnum félagsmenn á að hægt er að sækja um orlofshús vegna páska 2018 til 27. janúar 2018. Rafræn úthlutun 30. janúar samkvæmt punktakerfi. Félagsmenn fá tölvupóst um niðurstöðu úthlutunar.