asi rautt

Miðstjórn Alþýðusamband Íslands fagnar umræðu að undanförnu þar sem mikill fjöldi kvenna hefur stigið fram undir yfirskriftinni #metoo og mótmælt kynferðislegu áreiti og ofbeldi í öllum myndum og á öllum sviðum samfélagsins. Þetta er svartur blettur á samfélaginu og enn eitt dæmið um kynbundna mismunun sem uppræta ber með öllum tiltækum ráðum.

Verkalýðshreyfingin hafnar allri mismunun og órétti á vinnumarkaði. Á því byggir sjálf tilvist hennar. Í því felst að verkalýðshreyfingin hafnar hvers konar mismunun á grundvelli kynferðis, þ.m.t. kynbundnum launamun og einelti og kynferðislegu ofbeldi á vinnustað.

Barátta verkalýðshreyfingarinnar fyrir bættum kjörum og réttindum launafólks á fjölmörgum sviðum hefur skilað miklum árangri, m.a. í reglum um vinnuvernd, leiðbeiningum til trúnaðarmanna um meðferð slíkra mála o.fl. Þrátt fyrir það verður að viðurkenna að enn er langt í land. Það gildir um kynbundna mismunun á vinnumarkaði.

Miðstjórn hvetur aðildarsamtök Alþýðusambandsins og verkalýðshreyfinguna alla til að styðja með öllum ráðum einstaklinga sem stíga fram og hafna hvers konar einelti og ofbeldi á vinnustað. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra.

 

raf

Starfslýsing:

Í starfinu felst meðal annars að leiða og halda utan um eftirmenntunarnámskeið á sviði veikstraums og stýra innleiðingu nýrra námskeiða auk þróunar núverandi námskeiða. Viðkomandi starfsmaður starfar jafnframt með öðrum starfsmönnum Rafiðnaðarskólans að framgangi eftirmenntunar fyrir félagsmenn RSÍ og SART.
Sviðsstjóri veikstraums er talsmaður þess sviðs í nánu samstarfi við skólastjóra. Gert er ráð fyrir að viðkomandi starfsmaður sinni einhverri kennslu.

Starfskröfur:

• Víðtæk þekking og reynsla á sviði veikstraums

• Frumkvæði, drifkraftur og metnaður

• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti

Nánari upplýsingar veitir Stefán Sveinsson, skólastjóri, stefan@raf.is.

Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember 2017.

Öllum umsóknum verður svarað og 100% trúnaðar gætt.

 

Spjald

Í haust hafa Rafiðnaðarsamband Íslands og Samtök rafverktaka haldið áfram að færa rafiðnaðarnemum spjaldtölvu að gjöf. Verkefnið hófst fyrir ári síðan og að þessu sinni fengu 254 nemendur spjaldtölvugjöf eða allir nýnemar í rafiðnaði. Fulltrúar RSÍ og SART heimsóttu allar 8 rafnámsgrunndeildir verknámsskólanna og var þeim vel tekið.

Með þessu átaki tryggja SART og RSÍ jafnan aðgang allra rafiðnaðarnema að gjaldfrjálsu íslensku námsefni í rafiðnaðargreinum sem er að finna á www.Rafbók.is . SART og RSÍ hafa nú fært öllum rafiðnaðarnemum og rafiðnaðarkennurum á landinu spjaldtölvu og vona að gjöfin muni nýtast vel í námi og starfi.

VMA

orlofslog

Miðvikudaginn 1. nóvember kl 9:00 verður opnað á bókanir orlofshúsa innanlands fyrir tímabilið 6. janúar til 25. mai 2018 að undanskildum páskum. Upplýsingar um páska- og sumarumsóknir verða sendar í fréttabréfi mánudaginn 30. október. 

asi bleikur

Samkvæmt nýrri hagspá hagdeildar ASÍ fyrir árin 2017-2019 sýnir hagkerfið nú merki um að hægja muni á umsvifum eftir kraftmikinn hagvöxt undanfarinna ára. Toppi hagsveiflunar hefur verið náð en áfram verður umtalsverður hagvöxtur á spátímanum sem  drifinn verður af vexti einkaneyslunnar fremur en auknum útflutningi eða fjármunamyndun. (lesa meira)

rafidnadarsambandidNýverið kom upp mál varðandi nema í matreiðslu en til langs tíma hafa erlendir nemar getað aflað sér menntunar hér á landi til jafns við aðra. Um áramótin voru gerðar viðamiklar breytingar á útlendingalögunum þar sem stór breyting var gerð á þessum þætti laganna. Samkvæmt breytingunni sem Alþingi gerði féll út sá þáttur að erlendir einstaklingar geti aflað sér menntunar hér á landi ætli þeir sér að sækja sér iðnmenntun en það sem er enn fáránlegra er að þeir sem vilja sækja sér háskólamenntun geta það áfram. 

Þarna er klárlega verið að mismuna fólki eftir þjóðerni til þess að afla sér menntunar sem er algjörlega galið. Að Alþingi geri svo viðamiklar breytingar á lögunum án þess að þess sé getið við umsagnarferlið eða þess sé getið í athugasemdum við lagafrumvarpið hvers vegna verið sé að gera slíkar breytingar.

Umsagnarfrestur var stuttur þegar málið barst til umsagnar ASÍ og kemur það fram í umsögn ASÍ að sökum stutts tíma og þar með tímaskorts að ekki hafi verið mögulegt að fara skilmerkilega yfir frumvarpið að öllu leyti. 

Við gerum fastlega ráð fyrir því að Alþingi og/eða Útlendingastofnun viðurkenni að um mistök sé að ræða og leiðrétti þessi mistök. Það getur varla verið að þessi mismunum eða menntahroki eigi við rök að styðjast.

 

rafidnadarsambandid2Nú þegar örfáir dagar eru til þingkosninga keppast flokkar sem eru í framboði að lofa landsmönnum gulli og grænum skógum. Frumleg loforð koma fram en einnig gömul og galin loforð. Það er þó eitt stórt atriði sem við hefðum viljað heyra hvað flokkarnir ætli að gera til þess að efla stöðu iðngreina hér á landi. Það er augljóst að mikill skortur er á iðnaðarmönnum og er það að koma í bakið á okkur enn og aftur enda er staða verkefna víðsvegar um landið með þeim hætti að nauðsynlegt er að fjölga verulega í greinunum. 

Mikil og hröð þróun starfa verður komandi árum og áratugum þar sem iðnmenntun verður lykill að velgengni samfélagsins. Fjórða iðnbyltingin er í raun brostin á og ef þjóðin ætlar að fylgja þróuninni og byggja á vel menntuðum störfum þá verðum við að bregðast strax við því að fjölga iðnmenntuðum einstaklingum..

Ein af fjölmörgum ástæðum þess að við framleiðum ekki nægilega marga iðnaðarmenn er sú staðreynd að takmörkun er á því hversu margir nemendur komast að í framhaldsskólunum. Það þarf að bæta í fjármagn sem fer til þessa málaflokks. 

Önnur ástæða tengist þeirri fyrstu en það er sú staðreynd að kennsla iðnnáms er dýrari en hefðbundin bóknámskennsla því í iðnnámi er auk bóknáms mikið verklegt nám sem krefst bæði dýrari kennslubúnaðar en auk þess þarf að skipta nemendafjölda upp í minni hópa en mögulegt er að nota við bóknámskennslu.

Iðnaðarmenn sem og atvinnurekendur í iðngreinum þurfa æði oft að standa undir miklum kostnaði við rekstur fyrirtækjanna og þá sérstaklega í formi kaupa á mjög sérhæfðum verkfærum sem nauðsynleg eru til vinnunnar. 

En auk þess þarf ríkið að opna á samstarf við allar iðngreinar til þess að stíga markviss skref til þess að efla stöðu iðngreinanna. Tryggja þarf að farið sé eftir núgildandi íðnaðarlögum enda ber að fylgja lögum í hvívetna en eftirfylgni er mikilvæg og gríðarlega mikilvægt að færa heimildir til aðgerða nær vinnumarkaðnum þegar iðnaðarlöggjöfin er brotin. Þetta mætti t.d. gera með því að setja víðtækar heimildir í lög nr. 42/2010 sem fjalla um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum.

Það er ljóst að samfélagslegur ávinningur af þessu verkefni er gríðarlegur en áhugavert væri að heyra frá þeim framboðum sem bjóða fram hver stefna þeirra er í þessum málaflokki.

asi bleikur

Nokkur umræða hefur spunnist um lækkun tryggingargjaldsins í aðdraganda kosninga. ASÍ vill árétta mikilvægi réttinda launafólks í atvinnuleysi, fæðingarorlofi og við gjaldþrot fyrirtækja. Einnig er mikilvægt að samhengi sé milli stöðu sjóðanna sem greitt er úr og iðgjaldsins þó þannig að ákveðin sjóðssöfnun eigi sér stað til að mæta áföllum í atvinnulífinu. Þannig er ekki óeðlilegt að iðgjald sé lækkað þegar svigrúm eru til á sama hátt og það er hækkað þegar á reynir. Verkalýðshreyfingin hefur hins vegar sett sig algerlega á móti því að skerða réttindi í þessum sjóðum til þess að rýma til fyrir lækkun iðgjaldsins.

Frá því eftir Hrun hefur þessu viðkvæma jafnvægi milli réttinda og iðgjalda verið raskað verulega. Bætur atvinnuleysistrygginga, sem hlutfall af kaupgjaldi í landinu, hafa aldrei verið lægri en nú auk þess sem bótatímabilið hefur verið stytt um 6 mánuði. Þetta er gert á einhverju mesta góðærisskeiði Íslandssögunnar! Bætur í fæðingarorlofi eru einnig verulega undir meðaltekjum í landinu og bótatímabilið aðeins 9 mánuði þrátt fyrir að útilokað sé að fá almenna dagvistun fyrir ungabörn eftir að fæðingarorlofi foreldra líkur. Sömu sögu er að segja um Ábyrgðarsjóð launa, einnig þar hefur hámarksfjárhæð ríkisábyrgðar ekki verið látin fylgja kaupgjaldi í landinu og er langt undir meðaltekjum sem kemur illa niður á einstaklingum sem fá ekki greidd laun við gjaldþrot fyrirtækja. Úr þessu verður að bæta nú þegar og ekki kemur til álita að lækka tryggingagjaldið fyrr en það hefur verið gert.

Krafa Alþýðusambandsins er að sjóðirnir verði færðir úr A hluta ríkissjóðs (bein rekstrarábyrgð ríkisins) yfir í C-hluta ríkissjóðs (með bakábyrgð ríkisins á þeim réttindum sem þar eru), sjálfstæði þeirra aukið verulega og aðilum vinnumarkaðarins falið að fara með stjórn þeirra.

bjarg3
(English and Polish version below)

Kæri viðtakandi,

Bjarg Íbúðafélag, stofnað af ASÍ og BSRB, er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að hagkvæmu, öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. 

Bjarg leitar nú til félagsmanna ASÍ og BSRB í tengslum við áherslur og þarfir við hönnun nýju leiguíbúðanna. Innlegg félagsmanna er afar mikilvægt í því ferli og þátttaka þín mikils virði. 

Smelltu á hlekkinn hér fyrir neðan til að taka þátt en það tekur um 10-20 mínútur að svara þessari könnun. 

http://bjarg.questionpro.com

Lykilorðið er: bjarg

Þú getur vistað svör þín og komið aftur að könnuninni þegar þér hentar. Þú getur einnig hætt þátttöku á hvaða tímapunkti sem er og svör þín verða ekki persónurekjanleg.

Vegna samanburðar mynda sem koma fram í könnuninni er mælt með að svara könnuninni á tölvu en ekki á snjalltækjum.

Hafir þú frekari spurningar er velkomið að hafa samband við okkur. 

Með fyrirfram þökk, 

Selma Unnsteinsdóttir
Verkefnastjóri, Bjarg Íbúðafélag
selma@bjargibudafelag.is
www.bjargibudafelag.is

Sigrún Birna Sigurðardóttir
Ráðgjafi, PRS ráðgjöf
sigrun@prsradgjof.is
www.prsradgjof.is

___________________________________________________________

Dear recipient,

Bjarg Íbúðafélag, a housing trust agency founded by ASÍ and BSRB, is intended to ensure that lower income families in the labour market have access to affordable, safe and good quality housing in a long-term lease.

As the preparation of the first apartments is now underway, Bjarg turns to its union members to explore their views and different needs as these are of uttermost importance in the planning. Therefore, your participation is very valuable to us. 

Click the link below to participate, but it takes about 10-20 minutes to respond to this survey.

http://bjarg.questionpro.com

Password is: bjarg

You can save your answers and return to the survey whenever you want. You can also cancel participation at any time, and your answers will not be identifiable.

It is recommended that participants respond to the survey on a computer instead of smartphones or tablets.

If you have any questions regarding this survey, please feel free to contact us. 

Thank you in advance,

Selma Unnsteinsdóttir
Verkefnastjóri, Bjarg Íbúðafélag
selma@bjargibudafelag.is
www.bjargibudafelag.is

Sigrún Birna Sigurðardóttir 
Ráðgjafi, PRS ráðgjöf
sigrun@prsradgjof.is
www.prsradgjof.is

_____________________________________________________________

Szanowny Adresacie,

Bjarg Íbúðafélag, jest spółdzielnią mieszkaniową założoną przez ASÍ i BSRB i ma na celu zabezpieczenie rodzinom o niskich dochodach dostępu do niedrogich, bezpiecznych i dobrze wyposażonych mieszkań na długoterminowy wynajem.

W związku z rozpoczynającymi się pracami nad projektowaniem nowych mieszkań, Bjarg poszukuje członków ASÍ i BSRB aby poznać ich potrzeby. Opinie członków są niezwykle ważne w procesie projektowania, dlatego Twój udział ma ogromną wartość.

Aby wziąć udział w ankiecie, kliknij poniższy link. Odpowiedzenie na niniejsze ankietę zajmuje około 10-20 minut.

http://bjarg.questionpro.com

Hasło: bjarg

Możesz zapisać odpowiedzi i wrócić do ankiety w dowolnym momencie. Możesz też anulować uczestnictwo w dowolnym momencie, a odpowiedzi nie będą możliwe do zidentyfikowania.

Ze względu na ryciny porównawcze umieszczone w badaniu do wypełnienia ankiety zaleca się używania komputera zamiast smartfonów czy tabletów.

Jeśli masz jakiekolwiek pytania odnośnie ankiety, proszę skontaktuj się z nami. 

Z góry dziękujemy, 

Selma Unnsteinsdóttir
Verkefnastjóri, Bjarg Íbúðafélag
selma@bjargibudafelag.is
www.bjargibudafelag.is

Sigrún Birna Sigurðardóttir 
Ráðgjafi, PRS ráðgjöf
sigrun@prsradgjof.is
www.prsradgjof.is

Gallup2017Nú fer hver að verða síðastur til að taka þátt í launakönnun RSÍ. Allir félagsmenn sem eru með skráð e-mail hjá okkur fengu póst sendan frá Gallup í upphafi októbermánaðar og hvetjum við ykkur til að nýta tækifærið og taka þátt. Þeir sem ekki eru með skráð e-mail eða með óvirkt e-mail skráð hjá okkur fengu síðan bréf sent í bréfpósti. Könnun verður lokað um miðja næstu viku og því ekki seinna vænna en að drífa í þessu. Nokkrir heppnir þátttakendur fá glaðning sem getur verið helgarleiga í orlofshúsi eða jafnvel gjafabréf sem nýtist upp í greiðslu á flugi erlendis.

Við þökkum ykkur kærlega fyrir að taka þátt og veita okkur mikilvægar upplýsingar sem bæði nýtast öllum félagsmönnum sem og okkur við greiningu á stöðu rafiðnaðarmanna og mótun kröfugerðar á hverjum tíma. #Rafidnadur #Samstada