Fréttir frá 2017

10 13. 2017

Launakönnun RSÍ - Gallup

Gallup2017Nú fer hver að verða síðastur til að taka þátt í launakönnun RSÍ. Allir félagsmenn sem eru með skráð e-mail hjá okkur fengu póst sendan frá Gallup í upphafi októbermánaðar og hvetjum við ykkur til að nýta tækifærið og taka þátt. Þeir sem ekki eru með skráð e-mail eða með óvirkt e-mail skráð hjá okkur fengu síðan bréf sent í bréfpósti. Könnun verður lokað um miðja næstu viku og því ekki seinna vænna en að drífa í þessu. Nokkrir heppnir þátttakendur fá glaðning sem getur verið helgarleiga í orlofshúsi eða jafnvel gjafabréf sem nýtist upp í greiðslu á flugi erlendis.

Við þökkum ykkur kærlega fyrir að taka þátt og veita okkur mikilvægar upplýsingar sem bæði nýtast öllum félagsmönnum sem og okkur við greiningu á stöðu rafiðnaðarmanna og mótun kröfugerðar á hverjum tíma. #Rafidnadur #Samstada 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?