Fréttir frá 2017

09 16. 2017

Heimsókn í VMA - afhending spjaldtölvu til kennara

rafidnadarsambandid2Fulltrúar RSÍ heimsóttu kennara Verkmenntaskólans á Akureyri fyrir skömmu þar sem við nýttum tækifærið og færðum nýjum kennurum á staðnum spjaldtölvur sem þeir nota við kennsluna. Eins og fram hefur komið þá fá nemendur í rafiðngreinum spjaldtölvur afhentar í upphafi annar auk þess sem kennsluefni er aðgengilegt fyrir nemendur og kennara, sem og aðra áhugasama, rafrænt og gjaldfrjálst á www.rafbok.is

Spjaldtölvuverkefnið er samstarfsverkefni RSÍ, SART, Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins og Menntasjóðs rafiðnaðarins. Markmiðið er að draga verulega úr kostnaði nemenda við að sækja sér rafiðnaðarmenntun en auk þess að geta boðið upp á besta mögulega námsefni á íslensku.

 Spjald VMA2017 web
 Hér afhendir Kristján Þórður, formaður RSÍ, Óskari Inga, brautarstjóra rafiðngreina VMA, spjaldtölvu

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?