Fréttir frá 2017

09 15. 2017

Spjaldtölvur afhentar nemum í rafiðngreinum

rafbokÍ dag afhentu fulltrúar Rafiðnaðarsambands Íslands og SART nýnemum í rafiðngreinum í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti spjaldtölvur. Spjaldtölvurnar munu nemendurnir nota við námið en samtök rafiðnaðarmanna hafa um langt skeið unnið að gerð námsefnis á rafrænu formi sem nemendur geta notað gjaldfrjálst í gegnum allt námið. 

Gríðarleg ánægja var á meðal nemenda með spjaldtölvurnar og augljóst að þessi gjöf kemur sér virkilega vel fyrir þá. Það er þó ekki síður verðmætt fyrir nemendur að geta notað gjaldfrjálst efni við námið enda oft um mjög mikil útgjöld tengt kennslubókum. Áhugasamir geta fengið aðgang að vefnum inni á www.rafbok.is

Á næstu dögum og viku verður haldið áfram að dreifa spjaldtölvum til nemenda í öðrum skólum á landinu sem rafiðnnám er kennt.

IMG 5459
 Hér afhendir Kristján Þórður, formaður RSÍ, nýnema spjaldtölvu

 

 IMG 5465
 Hér afhendir Ásbjörn, framkvæmdastjóri SART, nýnema spjaldtölvu

 

 IMG 5474
 Flottur hópur en á myndina vantar rúmlega 20 nemendur.

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?