Fréttir frá 2017

08 28. 2017

Haustgolfmót RSÍ - nú fer hver að verða síðastur að skrá sig!

golfVið minnum á Haustgolfmót RSÍ sem haldið verður á golfvellinum Geysi. Skráning er enn opin. Nánari upplýsingar er að finna hér að neðan.

Nú styttist í haustmót RSÍ sem haldið verður á golfvellinum Geysi, sunnudaginn 3. september 2017. Búið er að opna fyrir skráningu og fer hún fram hér. Félagsmenn og makar/spilafélagi eru velkomnir.

Ræst verður út á öllum teigum kl 13:00. Leikið er með "texas scramble" fyrirkomulagi, samanlögð grunnforgjöf deilt með 3. 

Vegleg verðlaun verða veitt og dregið úr skorkortum á eftir eins og venjulega. 

Verð kr 5.500 kr. Innifalið í verði er spil á einum flottasta golfvelli landsins og súpuhlaðborð og kaffi á eftir.

Endilega skráið ykkur með því að smella hér vegna minningarmótsins. 

Kveðja, Golfnefnd RSÍ 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?