Fréttir frá 2017

07 14. 2017

Golfmót RSÍ á Norðurlandi

golf

Golfmót RSÍ verður haldið föstudaginn 15. september á golfvelli Hamars á Dalvík. Spilaðar verða 18 holur. Ræst verður út á öllum teigum og hefst mótið kl 13:30.

Rúta frá Akureyri leggur af stað frá Hofi kl 11:30. Spilaður er höggleikur án forgjafar og punktakeppni með fullri forgjöf. Vegleg verðlaun eru í boði og dregið verður úr skorkortum í mótslok. 

Mótsgjald er kr. 3.500, innifalið er rúta til og frá Akureyri, spil og matur að loknu móti. 

Skráning fer fram á hér(smella) og/eða í síma 580-5200. Skráningafrestur rennur út á miðnætti 10. september 2017.