rafidnadarsambandid2Í gær var aukaársfundur Birtu lífeyrissjóðs haldinn. Til umræðu og afgreiðslu voru tillögur að breytingum á samþykktum Birtu lífeyrissjóðs í tengslum við hækkun mótframlags atvinnurekenda sem samið var um 2015 og útfært endanlega 21. janúar 2016. Þann 1. júlí hækkar mótframlag um 1,5 prósentustig og er þá búið að hækka um 2 prósentustig frá árinu 2016. 

Það er skemmst frá því að segja að þær tillögur sem lágu fyrir voru samþykktar á fundinum og þar með, að fenginni staðfestingu frá Fjármálaeftirlitinu og Fjármálaráðuneytinu, verður stofnuð ný deild í Birtu lífeyrissjóði sem mun kallast T-deild. Félagsmenn aðildarfélaga RSÍ munu geta valið um að ráðstafa auknu mótframlagi, að hluta eða öllu leyti, í þessa nýju T-deild eða tilgreinda séreign. 

Birta lífeyrissjóður er tilbúinn með kynningarefni þessu tengt og mun setja mjög greinargóða reiknivél í loftið þegar FME og Fjármálaráðuneytið hafa staðfest þessar breytingar en gert er ráð fyrir að það verði gert á tiltölulega skömmum tíma. Breytingarnar eiga að gilda frá 1. júlí næstkomandi, með þessum fyrirvara.

RSÍ hvetur félagsmenn til þess að kynna sér þetta betur á heimasíðu Birtu, eða smella hér.

Fjolskylduhatid 2015Helgina 23. - 25. júní næstkomandi höldum við Fjölskylduhátíð RSÍ að Skógarnesi við Apavatn. Að venju verður margt um að vera, hoppukastalar, klifurveggur, fótboltakeppni, körfuboltakeppni, frisbygolf, golf og púttkeppni, veiðikeppni og öllu líkur þessu með kvöldskemmtun þar sem Hreimur og made in sveitin skemmta.
Dagskrá (smella hér)
Hátíðin er ætluð félagsmönnum RSÍ en eins og áður geta félagsmenn boðið gestum með sér. Frítt er fyrir félagsmenn, maka og börn yngri en 18 ára. Gestir félagsmanna greiða 3.000 kr fyrir fullorðinn, 1.500 kr fyrir börn á aldrinum 13 - 18 ára en frítt er fyrir börn 12 ára og yngri. Rafmagn kostar 700 kr bæði fyrir félagsmann og gesti.

Félagsmenn munið eftir skilríkjum og félagsskírteininu :-)

bordar 1300x400 10

HR, Tækniskólinn, IÐAN og Rafiðnaðarskólinn hafa samið um samstarf varðandi þróun fagháskólanáms fyrir iðnaðarmenn í byggingagriðngreinum, rafiðngreinum og vél-, málm- og bílgreinum.

Verkefnið snýst í meginatriðum um að rýna og þróa nám ætlað iðnsveinum, þ.e. iðnmeistarapróf, iðnfræði og tæknifræði, með það fyrir augum að þessar námsbrautir myndi eins góða samfellu og kostur er og uppfylli þarfir atvinnulífsins og væntingar menntamálayfirvalda, vinnumarkaðar og skóla um þekkingu, leikni og hæfni.  

Markmið verkefnisins er að bæta gæði iðn- og tæknináms og stækka verulega þann hóp sem sækir iðnnám, samhliða því að fjölga verulega þeim sem bæta hagnýtu framhaldsnámi ofan á iðnnám til sveinsprófs með því að þróa aðgengilegar leiðir til að auka flæði milli skólastiga samhliða bættum gæðum náms.  Með þessu verði komið til móts við þarfir atvinnulífsins fyrir vel menntað fólk sem hefur verknám að baki. Verkefnið er þróunarverkefni, einskorðað við iðnmenntun í byggingar-, málm-, vél-, bíl- og rafiðngreinum og nám á háskólastigi sem hentar í framhaldi af iðnnámi í þeim greinum. Um leið er stefnt að því að verkefnið geti orðið fyrirmynd sem hægt verði að yfirfæra á aðrar iðngreinar.

Einnig verða þróaðir og skilgreindir ferlar svo að unnt verði fyrir háskóla að votta háskólaeiningar (ECTS) sem kenndar yrðu af framhaldsskólum og/eða menntaveitum iðnaðarins og  greind tækifæri til raunfærnimats fyrir starfandi iðnaðarmenn inn í iðnfræði og tæknifræði og þróuð aðferðafræði fyrir slíkt.

Verkefnið hefur hlotið vilyrði um styrk úr fagháskólanámssjóði ASÍ, BSRB og SA ásamt því að sótt hefur verið um framlag frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til þróunar námsins.

rafidnadarsambandid2Í vikunni kom fram frétt um milljónagreiðslur til framkvæmdastjóra Framtakssjóðs Íslands sem voru rökstuddar með samningi við umræddan framkvæmdastjóra og gerður var árið 2013. Framkvæmdastjórinn átti að fá greiddar 20 milljónir á árinu 2016 EF hann væri í vinnu það ár, þremur árum eftir að samningur var gerður. 

Slíkar greiðslur eru hreint út sagt ótrúlegar að starfsmaður fái greiðslu umfram launagreiðslur fyrir það eitt að tolla í vinnunni í þrjú ár. Ekki lítur það svo út að launakjör innan sjóðsins séu það slæm að erfiðlega gangi að halda starfsmönnum í vinnu.

Á fulltrúaráðsfundi launamanna hjá Birtu lífeyrissjóði sem haldinn var í vikunni kom þetta mál til umræðu og var eðlilega mjög mikill hiti í fundarmönnum. Birta lífeyrissjóður hefur á undanförnum árum beitt sér vel í því að hamra á fyrirtækjum um að ef starfsmönnum eru greiddir einhvers konar bónusar þá skuli slíkt koma skýrt fram í ársreikningum með rökstuðningi á því með hvaða hætti slíkar greiðslur eru reiknaðar út. Það getur vissulega verið eðlilegt að semja um að greiða bónusa, RSÍ hefur um áratuga skeið komið að því að semja um bónusa fyrir félagsmenn í sérkjarsamningum en þá eru ætíð mjög skýr markmið sem liggja þar að baki og iðulega eru bónusgreiðslur taldar í örfáum prósentum en ekki í mörgum milljónum eða tugum milljóna. 

Það er mjög brýnt að stjórn Framtakssjóðs Íslands skýri nánar frá þessum gjörningi og hvaða rökstuðningur sé á bakvið þetta og þá hvort sá rökstuðningur sé eðlilegur. Að öðrum kosti hlýtur að vera nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á í stjórninni þar sem þessi gjörningur er á engan hátt í takt við hluthafastefnu Framtakssjóðs Íslands að mínu mati. 

Kristján Þórður Snæbjarnarson

Formaður RSÍ

rafidnadarsambandid2Þann 1. júlí 2017 hækkar mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði um 1,5 prósentustig á almennum vinnumarkaði og hefur þá hækkað um 2 prósentustig frá árinu 2016. Hækkunin byggir á kjarasamningi sem gerður var 21. janúar 2016 og samþykktur var af félagsmönnum.

Í samningnum kom jafnframt skýrt fram að heimilt yrði að ráðstafa auknum framlögum að hluta eða öllu leyti í bundna/tilgreinda séreign. Nú stendur yfir undirbúningur vegna þessa valkvæðis og gert er ráð fyrir að félagsmenn geti valið á milli þess að ráðstafa aukningunni annað hvort í samtryggingarsjóð eða séreignarsjóð. Þá er mikilvægt að hver og einn meti stöðuna hjá sér en réttindaávinnsla í samtryggingarsjóði fer eftir iðgjöldum sem greidd eru inn á hverjum tíma. Nánara kynningarefni verður gert aðgengilegt þegar það er tímabært.

Hér er linkur á upplýsingar frá Birtu Lífeyrissjóði (smella hér)

Birta logo lit

Stjórn Birtu lífeyrissjóðs boðar til aukaársfundar fimmtudaginn 22. júní kl. 17 á Grand Hótel Reykjavík, í Hvammi fundarsal.

Á dagskrá fundarins er tillaga til breytinga á samþykktum sjóðsins.

Breyta þarf samþykktum svo launamenn geti frá 1. júlí nk. ráðstafað iðgjaldi umfram 12% í svokallaða tilgreinda séreign líkt og kveðið er á um í kjarasamningi ASÍ og SA frá 21. janúar 2016.

orlofslogOrlofsvefurinn opnar fyrir bókanir á orlofshúsum og íbúðum innanlands kl 9:00 mánudaginn 3. júlí fyrir bókanir tímabilið 25. ágúst 2017 til og með 5. janúar 2018.
Minnum á að í gildi er reglan "fyrstur kemur fyrstur fær".  Mikilvægt er að klára bókunina með kredit-/debetkorti eða millifærslu, ef það er ekki gert fellur bókunin sjálfkrafa úr gildi eftir 12 klst. Þeir sem kjósa að greiða með millifærslu geta lagt inn á reikning 0114-26-000474 kt: 440472-1099. Mikilvægt er að senda kvittun á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og setja kennitölu félagsmanns með sem skýringu.  Þeir sem ekki treysta sér til að ganga frá greiðslu með þessum hætti geta að sjálfsögðu haft samband við skrifstofuna til að fá aðstoð.

rafidnadarsambandid rautt

 

Ferð Heldri félaga 2017
Árleg ferð Heldri félaga verður miðvikudaginn 28. júní. Lagt verður af stað frá Stórhöfða 31 kl 13:00. Áætlunarstaður er Borgarnes þar sem farið verður á leiksýninguna Svarti Galdur. Hún er ofin saman úr þekktum þjóðsögum sem lifað hafa með þjóðinni í gegnum aldirnar. Að heimsókn lokinni verður boðið upp á kaffi og veitingar á Hótel Borgarnesi. Makar að sjálfsögðu velkomnir en mikilvægt að skrá mætingu hans samhliða skráningu félagsmanns. Einnig er nauðsynlegt að skrá gsm símanúmer.  Skráning hefst 12. júní og lýkur á hádegi 23. júní. Þessar ferðir hafa verið vel sóttar síðustu ár og því mikilvægt að skrá sig tímanlega til að komast að, en hámarksfjöldi í ferðina er 160 manns.  Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða með því að hringja í 580-5201 eða 580-5235.  

rafidnadarsambandid

 

Launahækkun 1. maí

Samkvæmt almenna kjarasamningi RSÍ og SA/SART og flestum samningum á almennum markaði, hækkuðu laun um 4,5% þann 1. maí sl. Félagsmenn ættu því að verða varir við þá hækkun á launaseðli þann 1. júní. Laun og allir launatengdir liðir (ekki endurgreiðsla á útlögðum kostnaði eins og ökutækjastyrkur) hækka um 4,5%. 

Sem fyrr hvetjum við félagsmenn til að skoða launaseðlana sína vel og sérstaklega þegar einhverjar breytingar verða, t.d. launahækkanir. Starfsfólk skrifstofu RSÍ er alltaf tilbúið að leiðbeina og aðstoða við lestur launaseðla. 

Orlofsuppbót og orlof

Orlofsuppbót greiðist með launagreiðslu 1. júní. Fjárhæð orlofsuppbótar er ákveðin í kjarasamningi en á almenna kjarasamningi RSÍ og SA/SART er hún 46.500 kr. Sú fjárhæð miðast við fullt starf en uppbótin greiðist hlutfallslega ef starfsmaður hefur unnið hluta ársins eða er í hlutastarfi. Allir sem eru í starfi fyrstu viku í maí eða hafa starfað samfellt í 12 vikur hjá sama aðila á sl. 12 mánuðum eiga rétt á uppbótinni. 

Þá er orlofstíminn einnig hafinn og rétt að árétta helstu reglur er snúa að orlofi. Reglur um orlof eru annars vegar í kjarasamningi og hins vegar í lögum. Lágmarksorlof miðað við fullt starf er 24 dagar og hækkar það upp í 30 daga eftir starfsaldri. Nánar má lesa um ávinnslu í kjarasamningi. Starfsmenn eiga rétt á því að taka a.m.k. 20 virka daga í orlof á tímabilinu 2. maí til 15. september, í einu lagi kjósi þeir svo. Atvinnurekandi á að reyna að verða við óskum starfsmanns um orlof.  

Hér er einungis tæpt á helstu reglum um orlof og orlofsuppbót. Ef félagsmenn hafa einhverjar spurningar er þeim bent á að hafa samband við skrifstofu RSÍ. 

 

rafis bordar 1300x400 06

Í mars 2017 voru 24 félagsmenn RSÍ í atvinnuleit. Hér má sjá töflu sem sýnir hvernig félagsmenn dreifast á aðildarfélög RSÍ.

  mars 2017 
Félag tæknifólks í rafiðnaði  9
Rafiðnaðarfélag Norðurlands 
Félag íslenskra rafvirkja 3
Félag rafeindavirkja 4
Félag rafiðnaðarmanna á Suðurlandi  0
Rafiðnaðarfélag Suðurnesja 0
Félag íslenskra símamanna 7
Félag sýningarstjóra við kvikmyndahús 0
Félag kvikmyndagerðarmanna 0
Samtals:  24