golfNú styttist í haustmót RSÍ sem haldið verður á golfvellinum Geysi. Búið er að opna fyrir skráningu og fer hún fram hér. Félagsmenn og makar/spilafélagi eru velkomnir.

Ræst verður út á öllum teigum kl 13:00. Leikið er með "texas scramble" fyrirkomulagi, samanlögð grunnforgjöf deilt með 3. 

Vegleg verðlaun verða veitt og dregið úr skorkortum á eftir eins og venjulega. 

Verð kr 5.500 kr. Innifalið í verði er spil á einum flottasta golfvelli landsins og súpuhlaðborð og kaffi á eftir.

Endilega skráið ykkur með því að smella hér vegna minningarmótsins. 

Kveðja, Golfnefnd RSÍ 

rafidnadarsambandid rautt

 

Rafiðnaðarsambandið ákvað að leggja 250 þúsund krónur í landssöfnun sem Hjálparstarf kirkjunnar, Hrókurinn, Kalak og Grænlandsvinir standa fyrir vegna hamfaranna á Grænlandi aðfaranótt sunnudagsins 18. júní.  Fjölmargir hafa lagt söfnuninni lið og hvetur RSÍ aðra til að leggja söfnuninni lið. Hægt er að hringja í 907-2003 og leggja þannig til 2.500 kr. 

golf

Golfmót RSÍ verður haldið föstudaginn 15. september á golfvelli Hamars á Dalvík. Spilaðar verða 18 holur. Ræst verður út á öllum teigum og hefst mótið kl 13:30.

Rúta frá Akureyri leggur af stað frá Hofi kl 11:30. Spilaður er höggleikur án forgjafar og punktakeppni með fullri forgjöf. Vegleg verðlaun eru í boði og dregið verður úr skorkortum í mótslok. 

Mótsgjald er kr. 3.500, innifalið er rúta til og frá Akureyri, spil og matur að loknu móti. 

Skráning fer fram á hér(smella) og/eða í síma 580-5200. Skráningafrestur rennur út á miðnætti 10. september 2017.

Birta logo lit

Í byrjun árs 2016 var samþykktur nýr kjarasamningur milli ASÍ og SA. Samkvæmt honum hækkar framlag launagreiðenda í lífeyrissjóð úr 8% í 11,5% af launum í þremur skrefum fram til 1. júlí 2018.

REIKNAÐU ÚT ÞÍNA RÁÐSTÖFUN Á BIRTA.IS (smella hér)

Sjóðfélagar geta ráðstafað framlagi umfram 12,0% heildarframlag að hluta eða öllu leyti í tilgreinda séreign frá 1. júlí 2017.

 

• Framlag í tilgreinda séreign getur numið allt að 2% af iðgjaldastofni frá 1. júlí 2017 en allt að 3,5% frá 1. júlí 2018. Hægt er að sækja um að ráðstafa öllu iðgjaldinu í tilgreinda séreign frá og með 1. júlí 2017, þó svo hækkunin komi ekki að fullu til framkvæmda fyrr en 1. júlí 2018.

• Vilji sjóðfélagi ráðstafa viðbótariðgjaldi í tilgreinda séreign þarf hann aðveita upplýst samþykki sitt með sérstakri tilkynningu á nýrri þjónustugátt sjóðsins. Ef tilkynning berst ekki sjóðnum verður iðgjaldi áfram ráðstafað ísamtryggingardeild.

• Launagreiðandi skilar framlagi sínu og launamanns til skyldutryggingarlífeyrissjóðs, þ.e. þess lífeyrissjóðs sem móttekur í dag 12% skylduiðgjald.

• Tilgreindri séreign er m.a. ætlað að auka sveigjanleika við starfslok.

• Innstæða í tilgreindri séreign er erfanleg í samræmi við reglur erfðalaga.

• Tilgreind séreign er laus til útborgunar frá og með 62 ára aldri. Greiðslum skal þá dreifa að lágmarki til fimm ára eða til 67 ára aldurs, nema um sé að ræða óverulegar fjárhæðir. Í dag miðast fjárhæðin við u.þ.b. 1.300.000 kr.

• Sömu reglur gilda um útgreiðslu vegna örorku eða fráfalls og eiga við um hefðbundinn séreignarsparnað.

• Ekki er hægt að nýta tilgreinda séreign í sérstök úrræði eins og skattfrjálsa innborgun séreignarsparnaðar til lækkunar húsnæðislána eða til húsnæðiskaupa.

• Þegar framlagi umfram 12% skylduframlag er ráðstafað að hluta eða öllu leyti í tilgreinda séreign verða iðgjöld sem renna í samtryggingardeild lægri en ella. Því verður áunninn réttur til ævilangs lífeyris lægri sem því nemur. Sama gildir um rétt til áfallatrygginga s.s. örorku-, maka- og barnalífeyris.

• Í boði verður ein sparnaðarleið í T-deild til að byrja með.

• Birta lífeyrissjóður gerir breytingar á ráðstöfun iðgjalds til samræmis við tilkynningu eins fljótt og hægt er.

• Reiknivél sem sýnir fjárhæðir m.v. mismunandi hlutfall heildarframlags í samtryggingu, tilgreinda séreign og valkvæða séreign verður aðgengileg á vef sjóðsins, birta.is. Reiknivélin sýnir þó ekki valkvæða séreign hjá öðrum vörsluaðilum en Birtu.

 

Sjóðfélagar eru hvattir til að kynna sér þennan valkost vel og áhrif á réttindi til áfalla- og fjölskyldutrygginga og ævilangs lífeyris.

 

bordar 1300x400 08Enn og aftur ríður kjararáð á vaðið með verulegum hækkunum á launum hjá æðstu fulltrúum hjá Ríkinu. Ekki nóg með það að hækka laun nokkuð ríflega þá úrskurðar ráðið að launahækkun skuli gilda langt aftur í tímann. Eitthvað sem almenningi stendur nánast aldrei til boða og aldrei nokkurn tímann af þeirri stærðargráðu sem hér um ræðir. Eingreiðslur hlaupa á milljónum að þessu sinni! 

Það er hér með fært í bækurnar að sá aðili sem er búinn að hvellsprengja launarammann er Kjararáð sem starfar í umboði Alþingis. Það er sem sagt æðsta vald landsins sem hleypir af stað nýjasta höfrungahlaupinu sem aðilar vinnumarkaðarins hafa reynt að halda aftur af á síðustu árum. 

Með gríðarlegum launahækkunum sem skila sér í vasa þeirra sjálfra þá gat Alþingi ekki tekið á þessum málum, ekki vildu þeir skerða sinn hlut og báru við að Alþingi gæti ekki hlutast til um þessi mál. Það er rétt að Alþingi á ekki að hlutast til um að hækka laun alþingismanna eitt og sér en Alþingi getur ætíð stigið fram og stöðvað vitleysu sem þessa og hefði betur gert það.

Opinberir starfsmenn munu eðlilega sækja skýr viðmið í þessar launahækkanir og eingreiðslur enda mjög eðlilegt að þeir geri slíkt. 

Hættumerki eru þegar farin að sjást í efnahagskerfinu þó svo þau séu ekki eins alvarleg og fyrir Hrunið en nauðsynlegt er að halda rétt á spöðunum. Ljóst er að stjórnvöld í landinu ætla ekki að gera það og því spyr maður eins og börnin gera, af hverju eigum við að halda aftur af okkur og sitja ein eftir? Kjarasamningar munu losna í upphafi næsta árs að öllum líkindum sökum síendurtekinna úrskurða Kjararáðs. En ekki nóg með það að samningar losni því ljóst er að hópar munu eðlilega sækja sér viðmið í þessa úrskurði.

Kristján Þórður Snæbjarnarson

Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands

orlofslogVertu tilbúin/nn!

Orlofsvefurinn opnar fyrir bókanir á orlofshúsum og íbúðum innanlands kl 9:00 mánudaginn 3. júlí fyrir bókanir tímabilið 25. ágúst 2017 til og með 5. janúar 2018.
Minnum á að í gildi er reglan "fyrstur kemur fyrstur fær".  Mikilvægt er að klára bókunina með kredit-/debetkorti eða millifærslu, ef það er ekki gert fellur bókunin sjálfkrafa úr gildi eftir 12 klst. Þeir sem kjósa að greiða með millifærslu geta lagt inn á reikning 0114-26-000474 kt: 440472-1099. Mikilvægt er að senda kvittun á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og setja kennitölu félagsmanns með sem skýringu.  Þeir sem ekki treysta sér til að ganga frá greiðslu með þessum hætti geta að sjálfsögðu haft samband við skrifstofuna til að fá aðstoð.

rafidnadarsambandid2Eins og eftirtektarsamir félagsmenn hafa tekið eftir þá er búið að setja upp rafhleðslustöðvar fyrir félagsmenn á þremur stöðum eða við skrifstofu RSÍ að Stórhöfða 31, við Rafiðnaðarskólann að Stórhöfða 27 og einnig á Skógarnesi við Apavatn. Til þess að nota stöðvarnar þurfa félagsmenn að bera félagsskírteini upp að kortalesaranum og þá er mögulegt að opna hleðslulokið og tengja hleðslukapal við stöðina. Hleðslustöðin er 3ja fasa, 22 kW AC og því getur hleðslutíminn verið töluvert styttri en í venjulegu heimahleðslutæki. En að sjálfsögðu fer það eftir bíltegund hvort mögulegt er að nýta hleðslu á þremur fösum eða einum. Ef þörf er á þá er mögulegt að fá lánaðan hleðslukapal í móttökunni á Stórhöfða 31. Tengillinn á hleðslustöðinni er af gerðinni "Týpu 2".

Um nýliðna helgi var augljóst að félagsmenn taka vel í þessa nýjung og var hleðslustöðin vel nýtt á Skógarnesi þegar fjölskylduhátíðin var haldin. Nú er tilvalið að nýta þetta einnig þegar farið er á námskeið í Rafiðnaðarskólanum eða fundir sóttir hjá RSÍ.

Rafhledsla Skogarnes

rafidnadarsambandid2Í gær var aukaársfundur Birtu lífeyrissjóðs haldinn. Til umræðu og afgreiðslu voru tillögur að breytingum á samþykktum Birtu lífeyrissjóðs í tengslum við hækkun mótframlags atvinnurekenda sem samið var um 2015 og útfært endanlega 21. janúar 2016. Þann 1. júlí hækkar mótframlag um 1,5 prósentustig og er þá búið að hækka um 2 prósentustig frá árinu 2016. 

Það er skemmst frá því að segja að þær tillögur sem lágu fyrir voru samþykktar á fundinum og þar með, að fenginni staðfestingu frá Fjármálaeftirlitinu og Fjármálaráðuneytinu, verður stofnuð ný deild í Birtu lífeyrissjóði sem mun kallast T-deild. Félagsmenn aðildarfélaga RSÍ munu geta valið um að ráðstafa auknu mótframlagi, að hluta eða öllu leyti, í þessa nýju T-deild eða tilgreinda séreign. 

Birta lífeyrissjóður er tilbúinn með kynningarefni þessu tengt og mun setja mjög greinargóða reiknivél í loftið þegar FME og Fjármálaráðuneytið hafa staðfest þessar breytingar en gert er ráð fyrir að það verði gert á tiltölulega skömmum tíma. Breytingarnar eiga að gilda frá 1. júlí næstkomandi, með þessum fyrirvara.

RSÍ hvetur félagsmenn til þess að kynna sér þetta betur á heimasíðu Birtu, eða smella hér.

Fjolskylduhatid 2015Helgina 23. - 25. júní næstkomandi höldum við Fjölskylduhátíð RSÍ að Skógarnesi við Apavatn. Að venju verður margt um að vera, hoppukastalar, klifurveggur, fótboltakeppni, körfuboltakeppni, frisbygolf, golf og púttkeppni, veiðikeppni og öllu líkur þessu með kvöldskemmtun þar sem Hreimur og made in sveitin skemmta.
Dagskrá (smella hér)
Hátíðin er ætluð félagsmönnum RSÍ en eins og áður geta félagsmenn boðið gestum með sér. Frítt er fyrir félagsmenn, maka og börn yngri en 18 ára. Gestir félagsmanna greiða 3.000 kr fyrir fullorðinn, 1.500 kr fyrir börn á aldrinum 13 - 18 ára en frítt er fyrir börn 12 ára og yngri. Rafmagn kostar 700 kr bæði fyrir félagsmann og gesti.

Félagsmenn munið eftir skilríkjum og félagsskírteininu :-)

bordar 1300x400 10

HR, Tækniskólinn, IÐAN og Rafiðnaðarskólinn hafa samið um samstarf varðandi þróun fagháskólanáms fyrir iðnaðarmenn í byggingagriðngreinum, rafiðngreinum og vél-, málm- og bílgreinum.

Verkefnið snýst í meginatriðum um að rýna og þróa nám ætlað iðnsveinum, þ.e. iðnmeistarapróf, iðnfræði og tæknifræði, með það fyrir augum að þessar námsbrautir myndi eins góða samfellu og kostur er og uppfylli þarfir atvinnulífsins og væntingar menntamálayfirvalda, vinnumarkaðar og skóla um þekkingu, leikni og hæfni.  

Markmið verkefnisins er að bæta gæði iðn- og tæknináms og stækka verulega þann hóp sem sækir iðnnám, samhliða því að fjölga verulega þeim sem bæta hagnýtu framhaldsnámi ofan á iðnnám til sveinsprófs með því að þróa aðgengilegar leiðir til að auka flæði milli skólastiga samhliða bættum gæðum náms.  Með þessu verði komið til móts við þarfir atvinnulífsins fyrir vel menntað fólk sem hefur verknám að baki. Verkefnið er þróunarverkefni, einskorðað við iðnmenntun í byggingar-, málm-, vél-, bíl- og rafiðngreinum og nám á háskólastigi sem hentar í framhaldi af iðnnámi í þeim greinum. Um leið er stefnt að því að verkefnið geti orðið fyrirmynd sem hægt verði að yfirfæra á aðrar iðngreinar.

Einnig verða þróaðir og skilgreindir ferlar svo að unnt verði fyrir háskóla að votta háskólaeiningar (ECTS) sem kenndar yrðu af framhaldsskólum og/eða menntaveitum iðnaðarins og  greind tækifæri til raunfærnimats fyrir starfandi iðnaðarmenn inn í iðnfræði og tæknifræði og þróuð aðferðafræði fyrir slíkt.

Verkefnið hefur hlotið vilyrði um styrk úr fagháskólanámssjóði ASÍ, BSRB og SA ásamt því að sótt hefur verið um framlag frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til þróunar námsins.